HFR bauð Hafnfirðingum heim um helgina

HFR

HFR lauk keppnistímabilinu með því að bjóða Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar í heimsókn um helgina. Sigrar unnust í fjórum af fimm viðureignum.

Hér eru úrslitin (sigurvegarar eru feitletraðir):

Andri Már Elvarsson (HFR) vs Stefán Ellertsson (HFH)
Pétur Ásgeirsson (HFR) vs Erling Óskar Kristjánsson (HFH)
Davíð Freyr Atlason (HFR) vs Davíð Rúnar Bjarnason (HFH)
Viðar Freyr Viðarsson (HFR) vs Sturla Reynisson (HFH)
Vikar Karl Sigurjónsson (HFR) vs Sigurður Eggertsson (HFH)

Vormót HFR

HFR ákvað að halda uppbótarmót um síðustu helgi þar sem að Íslandsmeistaramótið féll niður þetta árið. Hugmyndin var að setja botn í starfið í vetur og nota mótið sem undirbúning fyrir ferð til Dublin á Írlandi eftir rúman hálfan mánuð. HFRingum gekk vel og upp úr stóð sigur Viðars Freys Viðarssonar á ríkjandi Íslandsmeistara í léttveltivigt (64 kg), Gunnari Óla Guðjónssyni frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur.

Boxaðu Þig í Betra Form