Rothögg hjá Antoni um helgina

Um helgina áttu tveir keppendur HFR sína fyrstu bardaga. Sindri Þór Gylfason (16) fór gegn andstæðingi frá HR-Mjölni og átti stórgóðan bardaga. Eftir hnífjafna baráttu hlaut Sindri því miður ósigur á dómaraúrskurði en snýr aftur reynslunni ríkari. Anton Halldórsson, 19 ára, steig inn í hringinn gegn andstæðingi frá Hnefaleikafélaginu ÆSIR. Anton sigraði þar sinn fyrsta bardaga eftirminnilega á rothöggi. Okkar maður sýndi flotta takta og inni í annarri lotu fór hann að sýna yfirburði. Í lok lotunnar lendir Anton vinstri krók á andstæðing þar sem dómari þarf að telja yfir andstæðing. Eftir það lætur Anton ekki bíða eftir sér en nær sama höggi aftur á andstæðing og varð þar engin þriðja lota.

 

Diploma unglingamót í Hafnarfirði

HFR átti heldur betur sigursæla helgi en núna á Laugardaginn voru 5 unglingar að keppa í Diploma hnefaleikum fyrir hönd félagsins. Aron Rúnar, Sara Möller, Alexander Vilmar, Sindri Þór og Hafþór fengu öll viðurkenningar fyrir frammistöðu sína. Næsta mót verður haldið 19. Október í húsakynnum HFR á Smiðjuvöllum 5, Reykjanesbæ.

 

Boxkvöld Ljosanótt fellur niður

Hvert ár hefur HFR haldið stærsta boxmót landsins. Mótið var ávallt haldið í hjarta Keflavíkur, húsakynnum boxins við Framnesveg. Að jafnaði hafa verið yfir 200 manns sótt mótið en í ár getum við því miður ekki fylgt eftir.

Við erum þakklát fyrir allan stuðning sem við höfum fengið.

Æfingar falla niður á föstudag, 6. September, vegna ljósanætur

Æfingar byrja þessa vikuna

Allar æfingar byrja þessa vikuna, 2-6 September, samkvæmt stundatöflu. Við hlökkum til að taka á móti nýjum og gömlum iðkendum. Það er alltaf frí prufuæfing nema það sé fullt í námskeið. Ef það er fullt í námskeið þá látum við vita, best er að tryggja sér pláss sem fyrst.Ef þið hafið skráð ykkur á síðu okkar þá gildir skráningin. Allir ættu að hafa fengið staðfestingu núna en það gæti verið að það hafi ekki borist.nýja húsnæði HFR er í Bardagahöllinni á smiðjuvöllum 5. Sjáumst hress á æfingu 😉

Þrjár frá HFR í æfingabúðir í Svíþjóð

Hnefaleikafélag Reykjaness er að senda frá sér þrjár stelpur á æfingabúðir í Svíþjóð. Æfingabúðirnar ganga undir nafninu Golden Girl Training Camp og eru eingöngu fyrir hnefaleikakonur.

Þetta er í áttunda skipti sem búðirnar eru haldnar en þetta er í fyrsta skipti sem að íslenskar stelpur taka þátt. Þær eru þó ekki einar um það en alls eru níu íslenskar stelpur að fara.

Stelpurnar sem fara héðan eru Sandra Valsdóttir (33), Margrét Guðrún Svavarsdóttir (21), fyrrum Íslandsmeistari og hnefaleikakona ársins, og Hildur Ósk Indriðadóttir (35).

Skráningar fyrir Haust 2019

 

Búið er að opna fyrir skráningar fyrir hnefaleikanámskeið á haustönn fyrir alla hópa

Haustnámskeið byrja 2. September samkvæmt stundatöflu

 

Haust 2019-Recovered

Krakkabox 1 = 1-2 bekkur

Krakkabox 2 = 3-4 bekkur

Unglingar 1 = 5-7 bekkur

Unglingar 2 = 8-10 bekkur

Boxing101 = 16+

Jálkabox = 35+

Stundatafla haustið 2019 tekur í gildi 2. September og gæti breyst með fyrirvara

 • Krakkar/Unglingar
  • Haust 2019 – 20.900
  • Vetrartímabil (september – Maí) – 42.900
 • Boxing101/
  • 1 mánuður – 8.900
  • Haustönn – 29.900
  • Vetrartímabil (september – Maí) – 56.900
 • Kvennabox/Jálkabox
  • 1 mánuður – 7.900
  • Haustönn – 27.600

 

Hádegistímar í fitnessboxi kvenna aftur á dagskrá

Nú er tíminn fyrir ykkur stelpurnar að taka upp hanskana. Fitnessbox kvenna verður á dagskránni aftur og ekkert gefið eftir. Skráning í hádegistíma gildir einnig í boxfitness á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19:00. Boxing101, sem er fyrir bæði kynin, gildir einnig í boxfitness.

Lagt er áhersla á styrk, þol og úthald en auðvitað verður líka slegið í púðann með krafti.

Æfingar hefjast 11. Júní fyrir alla hópa. Sjáumst í gyminu

Þjálfari er Hildur Ósk Indriðadóttir en hún lenti nýlega í öðru sæti á Íslandsmóti 2019.

Skráning í sumarnámskeið

Skráning fyrir sumar

stundatafla Sumar 2019, Námskeið hefjast 11. Júní

Sumar 2019

Námskeið 1 er 11. Júní – 27. Júlí.

Námskeið 2 er 1-18. Júlí

Hægt er að velja 6 vikur (11. Júní – 18. Júlí)

 

 • Unglingar 1 -> 5-7 bekkur
  • 3 vikur – 6.900
  • 6 vikur – 11.900 (14% afsláttur)
 • Unglingar 2 -> 8-10 bekkur
  • 3 vikur – 6.900
  • 6 vikur – 11.900 (14% afsláttur)
 • Boxing og Boxfitness er innifalið í sama gjaldi
  • 3 vikur – 7.900
  • 6 vikur – 13.900 (12% afsláttur)
 • Fitnessbox kvenna (hádegistímar)
  • 6 vikur

Afsláttur gildir ef skráning er fyrir lok Maí. Greiðsla staðfestir skráningu.

Gull og silfur á Íslandsmóti

Um helgina var haldið íslandsmót í hnefaleikum. Mótið var haldið í húsakynnum Hnefaleikafélags Reykjaness (HFR) á smiðjuvöllum 5 í Keflavík. Fyrir hönd HFR kepptu þau Davíð Sienda (16) og Hildur Ósk Indriðadóttir (35). Davíð keppti í – 81kg og sigraði allar þrjár lotur með yfirburðum. Hann Davíð var að keppa í flokk fyrir ofan sig og keppti við Karl Ívar frá Hnefaleikafélagi Akraness. Karl sigraði Davíð fyrr á árinu en núna átti Davíð öruggan sigur.

Hildur keppti við tvöfaldan silfurverðlaunahafa á norðurlandamóti í -75kg flokki í úrslitum. Okkar stelpa, sem er með talsvert færri bardaga að baki, kom andstæðing sínum heldur betur á óvart þegar hún komst yfir á stigum í annarri lotu. Hún hlaut þó silfrið að lokum eftir öfluga baráttu og sýndi að hún er með þeim hörðustu í bransanum.

Myndir: Gunnar Jónatansson

Íslandsmót í Reykjanesbæ um helgina

Um helgina verður haldið Íslandsmeistaramót í hnefaleikum í Reykjanesbæ. Mótið verður haldið í aðstöðu HFR í nýju Bardagahöllinni við Smiðjuvelli 5.
Fyrir hönd HFR keppa þau Hildur Ósk Indriðadóttir (35) og Davíð Sienda (16) í úrslitum í sínum flokkum.
Hildur hefur keppt tvo bardaga á þessu keppnistímabili og sigrað þá báða. Hún keppir í 75kg flokki kvenna.
Davíð hefur æft og keppt allt frá ungum aldri og keppir í -81kg flokki unglinga.

Boxaðu Þig í Betra Form