Kvennabox í sumar!

Fitnessbox kvenna: Fitness æfingar með áherslu á rétta líkamsbeitingu og mikla brennslu með boxæfingum.
Fyrir 16 ára og eldri.
Þjálfari: Hildur Ósk Indriðadóttir

Tækninámskeið kvenna: Farið verður í grunntækni í hnefaleikum með því hugarfari að öðlast sjálfsöryggi í að boxa á móti öðrum, líða vel í hringnum og fá sem mest út úr æfingunum með tæknina að baki sér.
Hentar byrjendum sem og lengra komnir.
Fyrir 16 ára og eldri.
Þjálfarar: Hildur Ósk Indriðadóttir
Margrét Guðrún Svavarsdóttir

6 vikna námskeið 6.júlí – 17.ágúst
Fitnessbox kvenna: mánudaga og miðvikudaga 17:30-18:30 og föstudaga 12:00-13:00
Verð: 13.900 kr.
Tækninámskeið kvenna: þriðjudaga og fimmtudaga 19:30-21:00
Verð: 14.900 kr.
Verð fyrir bæði námskeið í 6 vikur – 5 daga vikunnar : 24.900 kr.
Vafningar fylgja frítt með Tækninámskeiði!!
Hnefaleikafélag Reykjaness – Skráning hér
Fleiri upplýsingar hjá : bossalinga@gmail.com

Sumarnámskeið

Skemmtileg sumarnámskeið verða í boði fyrir hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness.

Námskeið fyrir follorðna og krakka/unglinga í júní hefst 2. Júní og skráningar eru í gangi.

 • Krakkar/unglingar
  • 13. júlí – 20. ágúst – 15.900
  • 2-4x í viku
 • Box101
  • 13. júlí – 20. ágúst –> 15.900
  • 6 mánuðir –> 51.000 (15% afsl.)
  • Árgjald –> 89.000 (25% afsl.)
  • 4-6x í viku
 • Kvennabox
  • 1 – 28. júní –> 7.900
  • 6. júlí – 17. ágúst –> 13.900 
 • Tækninámskeið kvenna
  • 6. júlí – 17. ágúst
  • 14.900
  • Kvennabox + Tæknibox kvenna –> 24.900
 • Diploma æfingabúðir
  • 10-13 ára
  • mán – fim klukkan 15:00-16:00 á daginn
  • 6 vikna námskeið hefst 13. Júlí 
  • Námskeið er ætlað til að læra grunntækni fyrir svokallað léttsnertibox. Farið er vel í fótaburð, vörn og högg. Mikilvægt er að krakkar læri að beyta sér rétt sem og beri fulla virðingu fyrir höggum og hreyfingum sem kunna að fylgja bardagaíþróttum. 
  • Handvefjur fylgja FRÍTT með námskeiði
 • Box æfingabúðir
  • 14-16 ára
  • mán-fim klukkan 16:15-17:15
  • 6 vikna námskeið hefst 13. júlí 
  • Námskeið þar sem er lagt áherslu á líkamsrækt, tækniþjálfun og kænsku í hringnum. Skemmtilegt námskeið sem enginn ætti að missa af. 
  • Handvefjur fylgja FRÍTT með námskeiði

Góðar fréttir fyrir boxið í Maí

Eins og fram hefur komið þá eru æfingar hjá krökkum og unglingum á grunnskólaaldri að hefjast aftur þann 4. Maí næstkomandi. Nú hefur verið löng hvíld frá æfingum og því hefur stjórnin ákveðið að gefa júní mánuð til þeirra sem hafa verið skráð út Maí 2020. Ef það hentar ekki þá hefur fallist á að gefa sérstakan afslátt fyrir haustönn 2020. Til þess að virkja það þarf einungist að senda póst á hfrboxing@boxing.is !ATH! að ekki er hægt að velja hvort tveggja og gildir aðeins fyrir þá sem hafa greitt fyrir vorönn.

Hvað varðar fullorðinshópa þá eru aðrar reglur þar en í yngri hópum. Við munum hafa, eftir nýjum takmörkunum, æfingar sem byrja mánudaginn 4. Maí. Í boði eru 2 tímar sem eru klukkustund hvor fyrir sig. Tímarnir verða 17:30 og 18:30 fyrir alla í box101 og keppnishóp. Í hvorn tímann eru hámark 8 manns sem geta sótt hvorn tímann og það er nauðsynlegt að skrá sig á FB grúbbu HFR  https://www.facebook.com/groups/hfrboxing/

Æfingar verða samblanda af úti- og inni æfingum þannig að það þarf útiföt fyrir hvern tíma fyrir sig.

Takið eftir að það eru ekki fríir prufutímar en í staðin höfum við sérstakt tilboð fyrir nýja iðkendur, í boði eru 2 mánuðir á 13.900kr. Þið sem hafið skráð ykkur alla vorönnina fáið maí og út júní ykkur að kostnaðarlausu.

Kvennaboxið verður líka í boði 3x í viku og skipulag verður í samráði við þjálfara. Þjálfari hefur samband eftir skráningu.

Kveðja, Stjórn HFR

Æfingar að nýju

Samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðherra er okkur leyft að hefja æfingar fyrir krakka- og unglinga á grunnskólastigi þann 4. Maí. Æfingar fyrir fullorðna hefjast því miður ekki þar sem takmarkanir leyfa það ekki. Verði gerðar einhverjar breytingar látum við vita af því hér.

Hér má sjá reglur sem eiga við eftir 4. Maí, tekið af minnisblaði sóttvarnarlæknis:

Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi:

 • Engar fjöldatakmarkanir verða settar á iðkendur.
 • Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, verði leyfð.
 • Skíðasvæði verði opin fyrir æfingar barna og unglinga.
 • Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða verði opin fyrir sundæfingar barna og
  unglinga.
 • Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi verði heimil án áhorfenda.
 • Hvatt verði til sérstaks hreinlætis og handþvottar.
 • Tveggja metra nándarreglan verði virt eins og hægt er.

 

 • Íþróttastarf fullorðinna:
 • Mest verði sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan
  fótboltavöll.
 • Mest verði fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við
  handboltavöll.
 • Notkun búningsaðstöðu innanhúss verði óheimil.
 • Hvatt verði til að tveggjametra nándarreglan verði virt.
 • Keppni í íþróttum fullorðinna verði óheimil nema ef hægt sé að uppfylla
  skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda.
 • Sundæfingar fyrir fullorðna verði að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun
  búnings- og sturtuaðstöðu verði leyfð.
 • Áfram verði hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.

Box á óvissutímum

Samkvæmt nýjustu upplýsingum liggur fyrir að samkomubann gildir út allan Apríl mánuð. Það er gríðarlega erfitt ástand fyrir alla boxara bæjarins að fá ekki að halda sínu striki með okkur í HFR. Það þýðir lítið að sitja aðgerðarlaus en við höfum búið heimaæfingar fyrir alla sem hægt er að nálgast á FB grúbbu okkar hér:

https://www.facebook.com/groups/hfrboxing/

Upphaflega áttu æfingar að byrja aftur 13. Apríl en eins og staðan er núna þá verða engar æfingar fyrr en seint í apríl eða byrjun maí. Þess vegna höfum við ákveðið að framlengja vortímabil inn í sumarið svo allir fái sitt. Það er ekki ákveðið hversu langt inn á sumartímann það verður en við látum inn allar upplýsingar jafnóðum.

Það kostar ekkert að skuggaboxa, gera hnébeygjur, armbeygjur og burpees heima fyrir. Verið hraust, heilbrigð og varkár. Við sjáumst þegar yfir lýkur.

kveðja, Stjórn HFR

 

Skráningar fyrir mars

Skráðu þig á boxæfingar fyrir mars mánuð á flottu verði. Í boði eru skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar allt að sex sinnum á viku. Tímabil hefst mánudaginn tímabil hefst 2. Mars klukkan 18:15. Frábær sjálfsvarnar- og bardagaíþrótt fyrir allan aldur!

Á heimsins stærsta boxmóti kvenna

Þrjár stelpur frá Hnefaleikafélagi Reykjaness keppa í Svíþjóð í hnefaleikum um helgina. Stelpurnar keppa í hinu árlega Golden Girl boxing cup en það mót er einungis ætlað konum í íþróttinni. Hildur Ósk Indriðadóttir (36) keppir sinn fyrsta bardaga á árinu en hún fékk eftirminnilega silfur á Íslandsmótinu 2019. Margrét Guðrún Svavarsdóttir (21) er að hefja göngu sína að nýju en hún var íslandsmeistari og hnefaleikakona ársins 2017. Kara Sif Valgarðsdóttir (14) er að keppa sinn fyrsta bardaga en hún er jafnframt yngsta íslenska stelpa sem keppir í ólympískum hnefaleikum. Kara hefur æft fjölda ára í íþróttinni og stefnir hátt. 

Námskeið byrjuð

Síðustu viku fóru af stað námskeið hjá HFR og skráningar eru enn í fullu gangi. Það er hratt að bætast við í hópana og um að gera að tryggja sér pláss sem fyrst. Aðeins örfá pláss eftir í krakkanámskeið. Æfingar hafa byrjað af krafti og við erum mjög spennt fyrir 2020. Athugið að það er frír prufutími í öll námskeið og fri vika í krakkabox.

Við sjáumst í Bardagahöllinni

Boxaðu Þig í Betra Form