Boxæfingar

Allar æfingar eru samkvæmt stundatöflu enn sem komið er. Samkvæmt ÍSÍ þá getur íþróttastarf haldið áfram. Við minnum á hreinlæti og handþvott. Við viljum einnig biðja foreldra að fara ekki inn í bardagahöllina þegar þið eruð að fara með krakkana á æfingu. Iðkendur ættu líka að mæta í íþróttafötum en ekki nota búningsklefa.

Breytingar hafa orðið á fitnessbox æfingum á Laugardögum, það má sjá hér fyrir neðan.

Sjáumst á æfingu 🥊

Nokkur laus pláss…

Nýtt tímabil fyrir kvennabox hefst núna 5. október og hefur plássið verið mjög takmarkað í þessa vinsælu tíma. Þetta er tilvalið námskeið fyrir öflugar stelpur á öllum aldri og mismunandi getustigi. Það þarf ekki að vera í formi eða kunna box til að byrja. En ef þú vilt gera hvort tveggja í æðislegum félagsskap þá er þetta náskeiðið fyrir þig.

Þjálfari er Hildur Ósk Indriðadóttir. Hildur æfir og keppir hjá HFR og sér einnig um að þjálfa Fitnessbox HFR.

Það er einnig opið fyrir skráningar fyrir Fitnessbox og Box101 grunn námskeið. Engin fyrri reynsla þörf, tilvalin leið til að koma sér í form.

Box grunnur og fleira sem þú vilt ekki missa af

Skráningar fyrir Box grunn eru byrjaðar aftur. Um er að ræða 8 vikna námskeið í heildina. Þar er í boði að mæta 5 vikur í grunn tíma en síðustu 3 vikurnar í alla box tíma (þar á meðal halda áfram að mæta í grunn). Eins og áður fylgir með FRÍTT í Fitnessbox HFR. Fullkominn brennslu- og styrkingar pakki fyrir alla sem vilja bæta sig.

Í íþróttum eins og boxi er gríðarlegur munur á að kunna ekkert og að hafa lært grunninn. Eftir þessar 8 vikur ábyrgjumst við að þú hefur lært öll helstu grunnatriði í boxi. Þó er alltaf í boði að halda áfram í grunninum eftir þennan tíma, enda erum við alltaf að breyta til og bæta okkur með þér.

Við opnum fyrir nýjan hóp í box grunn þriðjudaginn 6. október

Heilsu- og forvarnarvika er 7-11 október og verður frítt að mæta í fitnessbox og krakka- og unglingatíma

Þetta þarftu að vita: Fitnessbox

Námskeið er opið fyrir bæði kyn

Engin kunnátta í hnefaleikum þörf

Mæta í íþróttafötum, íþróttaskór eru æskilegir

Hægt að fá prufutíma á meðan það er laust pláss

Skráning er sáraeinföld hér

Tilvalið ef þú vilt missa aukakílóin og auka styrk og úthald

Námskeið hefur tvo þjálfara sem hjálpa þér að ná markmiðum þínum

Þetta þarftu að vita: Krakka- og unglinganámskeið HFR

námskeið fyrir krakka á grunnskólaaldri hefst 31. Ágúst

Ekki er þörf að eiga eigin hanska/skó/vafninga en það er skemmtilegra

Við höfum vafninga og góma til sölu

Nóg er að mæta í æfingarfötum, við mælum með íþróttaskóm frekar en að vera á sokkunum.

Best er að mæta nokkrum mínútum fyrir tímann og gera sig klára/n

Þú getur skráð fyrir önnina eða veturinn

Diploma hnefaleikamót eru áætluð í vetur en nánari upplýsingar ásamt dagsetningum koma síðar

Best er að foreldrar séu ekki að dvelja á æfingastað á meðan æfingu stendur vegna smitástands

Við biðjum iðkendur að koma klæddir í æfingafötum svo að við getum forðast að þurfa að nota búningsklefa.

Einstakt tilboð í boði

Box grunnur hefst 31. Ágúst.

Þetta prógram er fyrir þig ef:
🥊Þú býrð eða vinnur á Suðurnesjum
🥊Þú vilt æfa svölustu íþrótt í heiminum
🥊Kýla í púða og fá útrás
🥊Setja þér markmið undir leiðsögn þjálfara
🥊Auka styrk, þol og getu

ATH að Fitnessbox HFR fylgir FRÍTT með fyrsta námskeiði vetrarins

Skráðu þig í dag

Klassíska fitnessboxið snýr aftur

Við kynnum með stoltið klassíska formúlu í nýjum búning.

Þetta prógram er fyrir þig ef þú:

  • býrð eða vinnur á Suðurnesjum
  • vilt missa aukakílóin
  • vilt auka styrk og úthald
  • fá góða útrás
  • hafa öflugan hóp sem hjálpar þér að ná þínum markmiðum

Sendu okkur fyrirspurn eða skráðu þig í fitnessboxið okkar EÐA skráðu þig í fitnessbox saman með kvennaboxi eða skráðu þig í Box grunnnámskeiðið okkar og fáðu fitnesspakkann FRÍTT með

 

Boxaðu Þig í Betra Form