Aðalfundur HFR

Aðalfundur Hnefaleikafélags Reykjaness verður haldinn Sunnudaginn 14. Maí kl. 20:00 í aðstöðu félagsins við Framnesveg 9.

Dagskrá:
1.     Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2.     Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.
3.     Rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir árið 2016.
4.     Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
5.     Kosning formanns.
6.     Kosning annarra stjórnarmanna.
7.     Kosning fulltrúa og varafulltrúa á aðalfund félagsins.
8.     Æfingargjöld ákveðin.
9.     Önnur mál.

Margrét í öðru sæti í NM

Eftir að hafa barist þrjár æsispennandi lotur í úrslitabardaga steig Margrét niður úr hringnum ásamt stoltum þjálfara sínum. Aldrei hefur íslensk kona keppt á norðurlandamóti í 75kg flokki og sem brautryðjandi með silfurverðlaun var hún hæstánægð. Á 5 ára afmæli sínu hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness og eftir 6 bardaga í ólympískum hnefaleikum stóð hún sannarlega í hárinu á sænska meistaranum. Það mátti varla sjá að það væri 20 bardaga reynslumunur þar á þegar Margrét okkar lendir skrokkhöggunum sínum á sænsku stríðsvélina. Það rymur í áhorfendasalnum þegar höggin fljúga fram og aftur. Íslenskir boxarar geta sannarlega staðið með sínum fullir af stolti og sáttir með þessa frammistöðu hennar. Reynslunni ríkari snýr hún aftur með 2. sætið á norðurlandamóti 2017.

17742520_10158411691640542_469995761_n

Nýjir hádegistímar í Fitnessboxi

Núna er stutt eftir af önninni en við erum að byrja á nýjum hádegistímum í fitnessboxi fyrir Apríl-Maí mánuði. Hægt er að fá báða mánuði á kjörtilboði eða velja um að vera út Apríl. Námskeið verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum klukkan 12:00. Áhersla verður á styrktar- og þolæfingum ásamt auðvitað boxinu. Tilvalið til að koma sér í form eða viðhalda. Æfðu eins og sannur meistari um páskana.

Skráning hér FYRSTU 6 SEM SKRÁ SIG FÁ FRÍTT Í  ÖLL ÖNNUR NÁMSKEIÐ

Lágmarksfjöldi: 6

Hægt er að velja annað námskeið (Box101, jálkabox eða Fitnessbox kvenna) ásamt þessu og færð það á 60% afslætti. Takið það þá fram í athugasemd.

Margrét Íslandsmeistari í hnefaleikum

Dagana 23-26 Febrúar var Íslandsmót HNÍ og þar tóku þátt tveir keppendur frá Hnefaleikafélagi Reykjaness. Margrét hlaut þar Íslandsmeistaratitilinn í ár eftir úrslitaviðureign hennar við Sigríði Bjarnadóttur frá Hnefaleikafélagi Akureyrar. Næst Stefnir hún Margrét á Norðurlandamót en það er haldið í Danmörku 30. Mars.

Þorsteinn Snær Róbertsson keppti í -69kg karlaflokki um helgina eftir 7 mánaða fjarveru frá hringnum. Hannhlaut nauman ósigur í undanúrslitum eftir hörku baráttu og sneri heim með bronsið.

 

Margrét og Björn, þjálfari hennar, að undirbúa í aðstöðu HFR

16939360_389061831458829_7669352364750540155_n

Myndir: Gunnar Jónatansson

Margrét með tvö gull um helgina

Hin 18 ára hnefaleikakona Margrét Guðrún Svavarsdóttir úr HFR keppti sína fyrstu tvo bardaga í fullorðinsflokki kvenna um helgina. Skemmst er frá því að segja að Margrét fór á kostum og sigraði báðar viðureignir sínar. Fyrri viðureign hennar um helgina var á föstudeginum í Hafnafirði þar sem hún keppti við talsvert reyndari keppanda í Margréti Ásgerði frá Hnefaleikafélaginu ÆSIR. Næst keppti hún á laugardeginum við Sigríði Birnu frá Hnefaleikafélagi Akureyrar á afmælismóti ÆSIR í Reykjavík. Hún fékk mikið lof fyrir þessar frammistöður en andstæðingar hennar voru í reyndari kantinum.

Þetta er góð byrjun á árinu en í næsta mánuði keppir hún á Íslandsmóti í 75kg flokki kvenna. Þar keppir hún aftur gegn Sigríði Birnu og verður spennandi að sjá hverju stöllurnar slá saman þar. Margrét hefur æft með Hnefaleikafélagi í tæp 5 ár og er núna í fyrsta skipti með aldur til að keppa í svokölluðum ELITE flokki.

margret_svavarsdottir_box-1-of-5

Suðurnesjamaðurinn Halldór Berg Halldórsson (15) keppti einnig um helgina með góðum árangri. Halldór hefur æft um þriggja ára bil og fór á móti Sólon frá hnefaleikafélaginu ÆSIR. Sá er talsvert reyndari en Halldór en þótti okkar maður eiga fyrstu lotuna í bardaganum. Sólon sótti á og tókst að sigra næstu tvær lotur. Það verður gífurlega spennandi að sjá unga Suðurnesjamanninn í framtíðinni.

Suðurnesjamaðurinn og frumkvöðull hnefaleika á landsvísu, Guðjón Vilhelm, tók sér stöðu sem hringdómari báða daga. Hann hefur dæmt fjölda atvinnubardaga víðsvegar í Evrópu.

Skráningar fyrir 2017

Skráningar eru byrjaðar fyrir Boxnámskeið í Janúar hjá HFR og við erum í sérstöku jólastuði. Fáðu þrjá mánuði í BOX101, Jálkabox eða kvennabox á tilboði fyrir aðeins 18.900 eða önnina (5 mánuðir) á 31.500.  Unglingahópur og krakkabox á aðeins 14.900 og önnin á 24.500. Takmarkað pláss í boði og tilboð gildir aðeins til 2. Janúar, skráið ykkur í dag Hérna ef þið viljið deila niður greiðslum, annars á skráningasvæði boxing.is

ATH tilboð gilda aðeins meðan það eru laus pláss í námskeið

auglysing-box101-fitness-jalkar1

Bardagaþjálfarar í Reykjanesbæ sparra við atvinnumenn í UFC

Á dögunum héldu tveir bardagaíþrótta þjálfarar Keflavíkur til Bandaríkjanna á námskeið í barna- og unglingaþjálfun. Hnefaleikaþjálfarinn okkar Björn Björnsson og Tae Kwon Do/BJJ þjálfarinn okkar Helgi Rafn Guðmundsson leituðu á ný mið. Á leið sinni komu þeir við í Tristar MMA gym í Montréal, sem er frægasta MMA gym í heimi. Þaðan hafa meistarar eins og Georges St. Pierre og Jon Jones æft ásamt mörgum öðrum framúrskarandi bardagamönnum. Okkar menn fengu að taka þátt í sparræfingu og fóru meðal annars á móti tvem UFC bardagamönnum; Alex Garcia, sem er að búa sig undir keppni 30. Desember og Joe Duffy, einn af fáum mönnum sem hefur sigrað Conor McGregur.Helgi og Björn stefna á að setja á fót MMA námskeið strax í Janúar aðgengilegt öllum á suðurnesjum, en frekari upplýsingar verða hér á boxing.is

Í heildina var reynslan mjög góð fyrir þjálfarana. Atvinnumennirnir tóku vel á móti okkar mönnum sem æfingafélögum en hér má sjá stutt myndbrot af sparrinu þeirra (Helgi Rafn er vinstra megin gegn Duffy, Björn hægra megin gegn Garcia)

Diploma mót í Keflavík og heimsókn frá atvinnuboxara Íslands

Nú á dögunum voru haldin tvenn diploma unglingamót í hnefaleikum í Keflavík. Mótin voru haldin í aðstöðu Hnefaleikafélags Reykjaness við Framnesveg. Þar komu saman 30 boxarar frá 4 boxklúbbum og voru þar 12 keppendur frá Hnefaleikafélagi Reykjaness. Nýjar Diploma viðurkenningar voru meðal annars veittar Halldóri Berg Halldórssyni og Gabríel Snæ Andrasyni. Einnig ber að nefna Benóný Guðjónsson, Stancho Elenkov, Tómas Ingólfsson og Hörð Þorsteinsson sem eru að safna upp í brons- og silfur merki í Diploma hnefaleikum.

Í lok fyrra mótsins kom í heimsókn atvinnuboxarinn og tröllið Kolbeinn Kristinsson. Kolbeinn var nýlega krýndur sá fjórði besti í þungaviað á norðurlöndunum. Hann er ósigraður með 8-0 feril að baki. Kolbeinn var staddur í boxhöll keflabíkur til að taka upp heimildarmynd sem kemur út á næsta ári. Kolbeinn á mikið að rekja til Keflavíkur en hann hefur mikið æft hér í gegnum árin ásamt núverandi þjálfara HFR. Einnig er Guðjón Vilhelm, brautryðjandi hnefaleika á Reykjanesi, helsti styrktaraðili Kolbeins.

Strákarnir Halldór Berg og hinn búlgarski Stancho Elenkov fóru á kostum í ólympískum hnefaleikum um daginn. Strákarnir eru 15 ára gamlir og hafa báðir verið að gera það gott í skólahreysti fyrir Holtaskóla og Myllubakkaskóla. Topp íþróttamenn hér á ferð en þeir hafa æft saman hörðum höndum síðustu vikur fyrir þetta mót. Báðir stefna þeir síðan á Íslandsmót í 60kg unglingaflokki á næsta ári.

 

 14962632_10153831967526793_4619951148817879476_n
mynd 1: Gamlir æfingafélagar: Kolbeinn Kristinsson atvinnuboxari, Björn Björnsson þjálfari HFR

Jálkabox – nýtt námskeið

Nýtt námskeið í Jálkaboxinu hefst í næstu viku og verður á þriðjudögum og fimmtudögum í sex vikur á frábæru verði. Námskeið er ætlað 30 ára og eldri og skráningar hér á síðunni. farið er yfir grunnhreyfingar og æft með félaga og á boxpúða með leiðbeiningum þjálfara. Gætt er að öryggi allra og séð til þess að engin harka sé færð í leikinn að óþörfu. Helsta markmið er líkamsrækt og tækniæfingar. Engin krafa um að „stíga inn í hringinn“ nema iðkendur vilji slíkt við lok námskeiðis af eigin frumkvæði

 

Í öðrum fréttum eru 11 krakkar frá Reykjanesbæ að keppa í svokölluðu „léttsnertiboxi“ eða DIPLOMA keppni. Þar eru krakkar frá 9 ára aldri upp í 15 ára að taka þátt héðan frá HFR. Mótið verður í Hnefaleikafélagi ÆSIR við Stórhöfða.

Boxaðu Þig í Betra Form