Þrír keppendur HFR kepptu í úrslitum Íslandsmeistaramótsins í hnefaleikum nú um helgina.
Fyrstur var það Eiður Örn Guðjónsson sem atti kappi við Gunnar A. Gunnlaugsson (HFH) en tapaði naumlega á stigum. Eiður hafði sigrað félaga Gunnars í undanúrslitunum.
Hnefaleikamaður Ársins 2007, Viðar Freyr Viðarsson, sem hefur átt við erfið meiðsli að stríða í vetur mætti til keppni tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan sína bestu þyngd. Andstæðingur hans, Jafet Örn Þorsteinsson (HFÆ), var einfaldlega í mun betra formi og mátti Viðar sætta sig við einróma úrskurð dómara andstæðing sínum í vil.
Vikar Karl Sigurjónsson landaði Íslandsmeistaratitli þrátt fyrir að vera kominn á háan aldur í íþróttinni og þurfti að fá sérstaka undanþágu til þess að fá að keppa á mótinu! Hann sigraði Sigurð Eggertsson frá HFH og vann léttþungavigtartitilinn sem hann freistaði þess að vinna fyrir tveimur árum síðan.