Algengar spurningar

Hvað þarf að mæta með?

Almennur íþróttafatnaður og skór eru æskilegir á æfingum. Við erum með hanska á staðnum til fjölnota. Við erum með til sölu góma, vafninga og sparrhanska til einkanota.

Þarf ég að kýla einhvern eða stíga upp í hringinn?

Ekki á neinum byrjendaæfingum eða grunnámskeiðum er heimilt fyrir byrjendur að stíga inn í hringin til að sparra eða nota fulla snertingu við æfingar á móti andstæðing. Lagt er áherslu á litla sem enga snertingu sérstaklega hjá börnum, ungum og fitnessboxi. Ynglingar og Box101 er meiri snerting en þó ekki til þess að framkvæma skaða.

Hversu mikil snerting er létt snerting?

Létt snerting er ekki meiri en viðkomandi ræður við. Við leggjum mikla áherslu á að undirstöðuþættir liggji fyrir áður en farið er lengra.

Er skylda að fara í keppnishóp eftir grunnnámskeið? 

Þó það sé æskilegt áframhald að færast yfir í keppnishóp er það ekki skylda og alltaf eitthvað nýtt að læra í Box101. Ekki er heldur skylda að keppa fyrir þá sem eru í keppnishóp eða taka þátt í hverju móti.

Boxaðu Þig í Betra Form

%d bloggurum líkar þetta: