Flokkaskipt greinasafn: Myndir

Hnefaleikamaður Reykjanesbæjar 2014

31. Desember veitti ÍRB viðurkenningar fyrir afreksíþróttafólk sem hafa náð góðum árangri á árinu. Fyrir hönd HFR hlaut hin 16. ára Sandgerðismær Margrét Guðrún Svavarsdóttir viðurkenningu fyrir Hnefaleikamann Reykjanesbæjar. Margrét hefur verið að æfa hjá HFR núna síðan Haust 2012 og hefur skarað fram frá upphafi. Snemma varð ljóst að hér var um þróttmikla íþróttakonu að ræða en hún er í dag talin meðal bestu boxurum á landinu. Það hefur verið gríðarlega ánægjulegt að hafa hana á æfingum, en ástundun hennar hefur verið hreint framúrskarandi síðustu árin. Hún hefur verið að æfa af kappi samhliða skólanum, en hún er einmitt núna í hraðnámi við Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Það er klárt mál að þessi unga kona nái langt í öllu því sem hún tekur að sér.

Besta
Frá vinstri til hægri: Arnar Þorsteinsson (14), Nikulás Anthony Swain (15), Björn Björnsson (þjálfari) Margrét Guðrún Svavarsdóttir (16), Friðrik Rúnar Friðriksson (14)

 

2014 hefur verið veigamikið ár hjá henni Margréti

  • Gull á alþjóðlegu móti Hvidovre Box Cup í ólympískum hnefaleikum
  • Gull á innanlandsmóti HFK boxmót nr. 2
  • 2. sinnum stigafjöldi sem veita gullviðurkenningu í diplóma hnefaleikum
  • 3. sinnum stigafjöldi sem veita silfurviðurkenningu í diplóma hnefaleikum
  • 4. sinnum stigafjöldi sem veita gullviðurkenningu í diplóma hnefaleikum

Því næst stefnir Margrét á að halda áfram að keppa 2015 og taka þátt í Íslandsmóti sem verður í núna vor.

Á mynd með henni eru þrír ungir og efnilegir boxarar. Arnar Þorsteinsson sem hefur núna keppt 7 diploma bardaga á árinu og það með framúrskarandi árangri. Nikulás keppti núna síðast í September í diploma en hann hefur bætt sig gríðarlega frá fyrri viðureignum og ætlar sér að vera með þeim bestu. Friðrik hefur verið rúmt ár hjá félaginu og persónulegur árangur hans hefur verið gríðarlegur en jafnast þó ekkert á við hvernig hann hefur betrumbætt árangur sinn í íþróttinni. Allir stórflottir með tölu og í góðum hóp.

Hnefaleikar á Íslandi eru á hraðri uppleið sem íþrótt fyrir bæði unglinga og eldri hópa. Með endurkomu diploma hnefaleika hafa krakkar á aldrinum 11-17 ára tækifæri til að sýna fram á getu undir stjórnuðum aðstæðum. Eins hafa tækifæri fyrir eldri iðkendur (15-40 ára) að keppa í ólympískum hnefaleikum sjaldan verið jafn arðsamt. Það verður spennandi að sjá hvernig þróunin verður á nýju ári.

Vetrarstarfið að hefjast

Þessir strákar úr unglingahópnum æfðu áfram í sumar og koma sterkir inn í veturinn

Nú fer vetrarstarfið að hefjast og tökum við á móti nýjum iðkendum í tvo hópa á haustönn. Unglingahópur er fyrir krakka í unglingadeild grunnskólanna (fædd 1995-1997) og svo er annar hópur fyrir 16 ára og eldri (fædd 1994 eða fyrr). Sérstakur skráningardagur verður í byrjun september og auglýst verður um það síðar. Hægt er að ganga frá greiðslu og skráningu símleiðis í 868 2063 (Dagný) fyrir þann tíma.

Unglingahópur æfir kl. 17:00-18:00 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga. Eldri iðkendur (byrjendur/framhald) æfa sömu daga frá 18:00-19:00.

Vel boxað í Hafnarfirði

Björn með gullið
Björn með gullið

Það var gaman að fylgjast með keppendum á móti Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar (HFH) í kvöld, bæði því hvað þeir voru allir vel skólaðir og hversu tært boxið var. Allar viðureignirnar voru mjög jafnar.

Hér eru úrslitin (sigurvegarar eru feitletraðir):

Björn Snævar Björnsson (HFR) vs Hafsteinn Smári Óskarsson (HFR)
Berglind Frances Aclipen (HFÆ) vs Valgerður Guðsteinsdóttir (HFÆ)
Hinrik R. Helgason (HFÆ) vs Sigurbjörn Richter (HFH)
Elías Shamsudin (HFÆ) vs Daníel Hauksson (HFH)
Björn Snævar Björnsson (HFR) vs Axel Logi Þorsteinsson (HFÆ)
Gunnar Gray (HFÆ) vs Kristján Orri Arnarsson (HFH)

Daníel Hauksson (HFH) - hnefaleikamaður kvöldsins
Daníel Hauksson (HFH) - Hnefaleikamaður kvöldsins

Þrír diplomaboxarar útskrifaðir í Hafnarfirði í dag

Jón Þór Jakobsson, Aron Ingi Gestsson og Leó Smári Sigurjónsson ásamt Gunnari Davíð Gunnarsyni þjálfara
Jón Þór Jakobsson, Aron Ingi Gestsson og Leó Smári Sigurjónsson ásamt Gunnari Davíð Gunnarsyni þjálfara

Fyrri hluti hnefaleikamótsins í Hafnarfirði fór fram í dag, en þar voru 5 diplomaleikir. Keppendurnir okkar þrír komu allir heim með ný diploma. Í kvöld kl. 20:00 verður svo keppt í áhugamannahnefaleikum á sama stað, Dalshrauni 10. Aðgangseyrir er 1.000 kr.