Flokkaskipt greinasafn: Fréttir

Vormót HFR

HFR ákvað að halda uppbótarmót um síðustu helgi þar sem að Íslandsmeistaramótið féll niður þetta árið. Hugmyndin var að setja botn í starfið í vetur og nota mótið sem undirbúning fyrir ferð til Dublin á Írlandi eftir rúman hálfan mánuð. HFRingum gekk vel og upp úr stóð sigur Viðars Freys Viðarssonar á ríkjandi Íslandsmeistara í léttveltivigt (64 kg), Gunnari Óla Guðjónssyni frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur.