Flokkaskipt greinasafn: Fréttir

Vikar Íslandsmeistari

Þrír keppendur HFR kepptu í úrslitum Íslandsmeistaramótsins í hnefaleikum nú um helgina.

Fyrstur var það Eiður Örn Guðjónsson sem atti kappi við Gunnar A. Gunnlaugsson (HFH) en tapaði naumlega á stigum. Eiður hafði sigrað félaga Gunnars í undanúrslitunum.

Hnefaleikamaður Ársins 2007, Viðar Freyr Viðarsson, sem hefur átt við erfið meiðsli að stríða í vetur mætti til keppni tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan sína bestu þyngd. Andstæðingur hans, Jafet Örn Þorsteinsson (HFÆ), var einfaldlega í mun betra formi og mátti Viðar sætta sig við einróma úrskurð dómara andstæðing sínum í vil.

Vikar Karl Sigurjónsson landaði Íslandsmeistaratitli þrátt fyrir að vera kominn á háan aldur í íþróttinni og þurfti að fá sérstaka undanþágu til þess að fá að keppa á mótinu! Hann sigraði Sigurð Eggertsson frá HFH og vann léttþungavigtartitilinn sem hann freistaði þess að vinna fyrir tveimur árum síðan.

Íslandsmeistarar kvöldsins

Fjaðurvigt pilta (57 kg)
Erling Óskar Kristjánsson (HFH)
Léttveltivigt karla (64 kg)
Gunnar Þór Gunnarsson (HR) – hnefaleikamaður kvöldsins
Millivigt karla (75 kg)
Stefán Guðni Stefánsson (HR)
Þungavigt (91 kg)
Gunnar Aðalsteinsson (HFH)
Léttveltivigt (64 kg)
Gunnar Óli Guðjónsson (HR)
Millivigt (75 kg)
Jafet Örn Þorsteinsson (HFÆ)
Léttþungavigt (81 kg)
Vikar Karl Sigurjónsson (HFR)
Þungavigt karla (91 kg)
Lárus Mikael Daníelsson (HFÍ)

Andri sigrar í Hafnarfirði

Andri Máe (v) og Adam Freyr (h)
Andri Már (v) og Adam Freyr (h)

Andri Már Elvarsson sigraði Adam Frey Daðason frá Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar í æsispennandi viðureign um síðustu helgi. Adam hefur tekið miklum framförum síðan að þeir mættust síðast fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum og veitti Andra mun harðari keppni í þetta sinn. Andri hefur nánast verið ósigrandi frá því að hann setti upp hanskana í fyrsta sinn fyrir tæplega ári síðan.

Mindaugas sigrar Íslandsmeistarann

Hafsteinn að fá góð ráð í horninu
Hafsteinn að fá góð ráð í horninu

Mindaugas Višniauskas hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness sigraði ríkjandi Íslandsmeistara, Guðmund Jónsson, í fyrstu keppni Hnefaleikafélagsins ÆSIR á laugardaginn. Einnig kepptu frá HFR Andri Már Elvarsson, Sigurvin Ólafsson, Pétur Ásgeirsson, Hafsteinn Smári Óskarsson og Vikar Karl Sigurjónsson.

Andri hafði sigur á Adami Frey Daðasyni (HFH), Sigurvin tapaði fyrir Frímanni Frímannsyni (HFÆ) í frumraun sinni í hringnum, Pétur tapaði naumlega fyrir Erling Óskari Kristjánssyni (HFH), Hafsteinn sigraði Stefán Ellertsson (HFH) og Vikar tapaði fyrir sér þyngri manni, Vigni Inga Bjarnasyni (HFÆ).

Íslendingar og Danir skilja jafnir

HFR

Hnefaleikamenn frá Íslandi og Danmörku mættust í gömlu sundhöllinni í Reykjanesbæ um helgina, en húsið var pakkfullt og stemningin gríðarleg er liðin skiptust á því að sigra allt kvöldið. Danski veltivigtarmeistarinn Kenneth Nemming var útnefndur hnefaleikmaður kvöldsins en hann lagði Stefán Breiðfjörð úr HFH í skemmtilegum bardaga.

Úrslit kvöldsins (sigurvegari feitletraður):

Andri Már Elvarsson (HFR) vs Dion Bredahl (Team Denmark)

Hafsteinn Smári Óskarsson (HFR) vs Lau Johansen (Team Denmark)

Pétur Ásgeirsson (HFR) vs Michael Andreasen (Team Denmark)

Sigurbergur Eiríksson (HFR) vs Mark Olsen (Team Denmark)

Ævar Ísak Ástþórsson (HFH) vs Alexander Loncar (Team Denmark)

Ágúst Hilmar Dearborn (HFR) vs Martin Sivertsen (Team Denmark)

Gunnar Þór Þórsson (HR) vs Patrick Nyk (Team Denmark)

Viðar Freyr Viðarsson (HFR) vs Leon Pedersen (Team Denmark)

Vikar Karl Sigurjónsson (HFR) vs Brian Johansen (Team Denmark)

Stefán Breiðfjörð (HFH) vs Kenneth Nemming (Team Denmark)

HFR bauð Hafnfirðingum heim um helgina

HFR

HFR lauk keppnistímabilinu með því að bjóða Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar í heimsókn um helgina. Sigrar unnust í fjórum af fimm viðureignum.

Hér eru úrslitin (sigurvegarar eru feitletraðir):

Andri Már Elvarsson (HFR) vs Stefán Ellertsson (HFH)
Pétur Ásgeirsson (HFR) vs Erling Óskar Kristjánsson (HFH)
Davíð Freyr Atlason (HFR) vs Davíð Rúnar Bjarnason (HFH)
Viðar Freyr Viðarsson (HFR) vs Sturla Reynisson (HFH)
Vikar Karl Sigurjónsson (HFR) vs Sigurður Eggertsson (HFH)

Vormót HFR

HFR ákvað að halda uppbótarmót um síðustu helgi þar sem að Íslandsmeistaramótið féll niður þetta árið. Hugmyndin var að setja botn í starfið í vetur og nota mótið sem undirbúning fyrir ferð til Dublin á Írlandi eftir rúman hálfan mánuð. HFRingum gekk vel og upp úr stóð sigur Viðars Freys Viðarssonar á ríkjandi Íslandsmeistara í léttveltivigt (64 kg), Gunnari Óla Guðjónssyni frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur.