Allar færslur eftir hfrboxing

Andri sigrar í Hafnarfirði

Andri Máe (v) og Adam Freyr (h)
Andri Már (v) og Adam Freyr (h)

Andri Már Elvarsson sigraði Adam Frey Daðason frá Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar í æsispennandi viðureign um síðustu helgi. Adam hefur tekið miklum framförum síðan að þeir mættust síðast fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum og veitti Andra mun harðari keppni í þetta sinn. Andri hefur nánast verið ósigrandi frá því að hann setti upp hanskana í fyrsta sinn fyrir tæplega ári síðan.

Mindaugas sigrar Íslandsmeistarann

Hafsteinn að fá góð ráð í horninu
Hafsteinn að fá góð ráð í horninu

Mindaugas Višniauskas hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness sigraði ríkjandi Íslandsmeistara, Guðmund Jónsson, í fyrstu keppni Hnefaleikafélagsins ÆSIR á laugardaginn. Einnig kepptu frá HFR Andri Már Elvarsson, Sigurvin Ólafsson, Pétur Ásgeirsson, Hafsteinn Smári Óskarsson og Vikar Karl Sigurjónsson.

Andri hafði sigur á Adami Frey Daðasyni (HFH), Sigurvin tapaði fyrir Frímanni Frímannsyni (HFÆ) í frumraun sinni í hringnum, Pétur tapaði naumlega fyrir Erling Óskari Kristjánssyni (HFH), Hafsteinn sigraði Stefán Ellertsson (HFH) og Vikar tapaði fyrir sér þyngri manni, Vigni Inga Bjarnasyni (HFÆ).

Íslendingar og Danir skilja jafnir

HFR

Hnefaleikamenn frá Íslandi og Danmörku mættust í gömlu sundhöllinni í Reykjanesbæ um helgina, en húsið var pakkfullt og stemningin gríðarleg er liðin skiptust á því að sigra allt kvöldið. Danski veltivigtarmeistarinn Kenneth Nemming var útnefndur hnefaleikmaður kvöldsins en hann lagði Stefán Breiðfjörð úr HFH í skemmtilegum bardaga.

Úrslit kvöldsins (sigurvegari feitletraður):

Andri Már Elvarsson (HFR) vs Dion Bredahl (Team Denmark)

Hafsteinn Smári Óskarsson (HFR) vs Lau Johansen (Team Denmark)

Pétur Ásgeirsson (HFR) vs Michael Andreasen (Team Denmark)

Sigurbergur Eiríksson (HFR) vs Mark Olsen (Team Denmark)

Ævar Ísak Ástþórsson (HFH) vs Alexander Loncar (Team Denmark)

Ágúst Hilmar Dearborn (HFR) vs Martin Sivertsen (Team Denmark)

Gunnar Þór Þórsson (HR) vs Patrick Nyk (Team Denmark)

Viðar Freyr Viðarsson (HFR) vs Leon Pedersen (Team Denmark)

Vikar Karl Sigurjónsson (HFR) vs Brian Johansen (Team Denmark)

Stefán Breiðfjörð (HFH) vs Kenneth Nemming (Team Denmark)

Nú liggja Danir í því!

Hafsteinn Smári undirbýr sig fyrir Danina

Hnefaleikafélag Reykjaness mun standa í ströngu annað kvöld þegar vösk úrvalssveit frá Danmörku mætir til leiks í Hnefaleikahöllina í Reykjanesbæ. Fyrirhugað var að Daníel Þórðarson myndi mæta danska veltivigtarmeistaranum Kenneth Nemming en ekkert verður af bardaga þeirra kappa sökum forfalla Daníels. Forsvarsmenn hnefaleikafélagsins munu engu að síður reyna eftir fremsta megni að finna bardagamann gegn hinum reynda Nemming en mikil spenna er engu að síður fyrir öðrum bardögum kvöldsins.

Vikar Sigurjónsson verður í aðalbardaga kvöldsins en keppnin hefst á morgun, föstudag, kl. 18:00 í Hnefaleikahöllinni og er hægt að kaupa miða í forsölu í Sportbúð Óskars við Hafnargötu. Guðjón Vilhelm, forsvarsmaður hnefaleikafélagsins, sagði að félagið myndi nú í þessari keppni í fyrsta sinn tefla fram fullmótuðum hnefaleikamönnum á unglingsaldri og segir kappana eiga eftir að láta vel að sér kveða þegar fram líða stundir.

Boxarinn Þórður „Doddy“ Sævarsson verður með Dönum í för en hann er þjálfari hjá hópnum. Þórður barðist einmitt við Nemming á Ljósanótt 2003 og hafði þá sigur. Síðan þá hefur Nemming verði óstöðvandi í heimalandi sínu og því allt kapp lagt á að finna honum andstæðing.

Aðrir íslenskir keppendur á morgun verða þeir Ágúst Hilmar Dearborn, Viðar Freyr Viðarsson, Davíð Freyr Atlason, Sigurbergur Eiríksson, Hafsteinn Smári Óskarsson, Pétur Ásgeirsson og Andri Már Elfarsson. Andri er einungis 12 ára gamall en þykir mjög efnilegur og mun hann mæta Dion, syni fyrrum heimsmeistara í atvinnuhnefaleikum, Jimmi Bredahl, sem mætti einmitt sjálfum Oscar de la Hoya árið 1994.

Von er á skemmtilegri hnefaleikaveislu í Reykjanesbæ annað kvöld og er hægt að fá miða á viðburðinn í Sportbúð Óskars í forsölu á 1.000 kr en miðaverð við dyrnar verður kr 1.500.

HFR bauð Hafnfirðingum heim um helgina

HFR

HFR lauk keppnistímabilinu með því að bjóða Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar í heimsókn um helgina. Sigrar unnust í fjórum af fimm viðureignum.

Hér eru úrslitin (sigurvegarar eru feitletraðir):

Andri Már Elvarsson (HFR) vs Stefán Ellertsson (HFH)
Pétur Ásgeirsson (HFR) vs Erling Óskar Kristjánsson (HFH)
Davíð Freyr Atlason (HFR) vs Davíð Rúnar Bjarnason (HFH)
Viðar Freyr Viðarsson (HFR) vs Sturla Reynisson (HFH)
Vikar Karl Sigurjónsson (HFR) vs Sigurður Eggertsson (HFH)

Vormót HFR

HFR ákvað að halda uppbótarmót um síðustu helgi þar sem að Íslandsmeistaramótið féll niður þetta árið. Hugmyndin var að setja botn í starfið í vetur og nota mótið sem undirbúning fyrir ferð til Dublin á Írlandi eftir rúman hálfan mánuð. HFRingum gekk vel og upp úr stóð sigur Viðars Freys Viðarssonar á ríkjandi Íslandsmeistara í léttveltivigt (64 kg), Gunnari Óla Guðjónssyni frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur.