Allar færslur eftir hfrboxing

Box á óvissutímum

Samkvæmt nýjustu upplýsingum liggur fyrir að samkomubann gildir út allan Apríl mánuð. Það er gríðarlega erfitt ástand fyrir alla boxara bæjarins að fá ekki að halda sínu striki með okkur í HFR. Það þýðir lítið að sitja aðgerðarlaus en við höfum búið heimaæfingar fyrir alla sem hægt er að nálgast á FB grúbbu okkar hér:

https://www.facebook.com/groups/hfrboxing/

Upphaflega áttu æfingar að byrja aftur 13. Apríl en eins og staðan er núna þá verða engar æfingar fyrr en seint í apríl eða byrjun maí. Þess vegna höfum við ákveðið að framlengja vortímabil inn í sumarið svo allir fái sitt. Það er ekki ákveðið hversu langt inn á sumartímann það verður en við látum inn allar upplýsingar jafnóðum.

Það kostar ekkert að skuggaboxa, gera hnébeygjur, armbeygjur og burpees heima fyrir. Verið hraust, heilbrigð og varkár. Við sjáumst þegar yfir lýkur.

kveðja, Stjórn HFR

 

Skráningar fyrir mars

Skráðu þig á boxæfingar fyrir mars mánuð á flottu verði. Í boði eru skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar allt að sex sinnum á viku. Tímabil hefst mánudaginn tímabil hefst 2. Mars klukkan 18:15. Frábær sjálfsvarnar- og bardagaíþrótt fyrir allan aldur!

Á heimsins stærsta boxmóti kvenna

Þrjár stelpur frá Hnefaleikafélagi Reykjaness keppa í Svíþjóð í hnefaleikum um helgina. Stelpurnar keppa í hinu árlega Golden Girl boxing cup en það mót er einungis ætlað konum í íþróttinni. Hildur Ósk Indriðadóttir (36) keppir sinn fyrsta bardaga á árinu en hún fékk eftirminnilega silfur á Íslandsmótinu 2019. Margrét Guðrún Svavarsdóttir (21) er að hefja göngu sína að nýju en hún var íslandsmeistari og hnefaleikakona ársins 2017. Kara Sif Valgarðsdóttir (14) er að keppa sinn fyrsta bardaga en hún er jafnframt yngsta íslenska stelpa sem keppir í ólympískum hnefaleikum. Kara hefur æft fjölda ára í íþróttinni og stefnir hátt. 

Námskeið byrjuð

Síðustu viku fóru af stað námskeið hjá HFR og skráningar eru enn í fullu gangi. Það er hratt að bætast við í hópana og um að gera að tryggja sér pláss sem fyrst. Aðeins örfá pláss eftir í krakkanámskeið. Æfingar hafa byrjað af krafti og við erum mjög spennt fyrir 2020. Athugið að það er frír prufutími í öll námskeið og fri vika í krakkabox.

Við sjáumst í Bardagahöllinni

Polish Boxing in HFR Keflavík

Witam Chcesz poprawić kondycję i zrzucić niepotrzebne kilogramy? Chcesz wyładować stres i nauczyć się panować nad emocjami? Chcesz być pewnym siebie? Poprawić koncentrację? BOKS JEST RECEPTĄ NA TE POTRZEBY. Znajdź nas a znajdziesz nie tylko odpowiedzi na powyższe pytania. Znajdziesz także ludzi z którymi będziesz jak rodzina. Zapraszam wszystkich (kobiety, mężczyźni) na treningi bokserskie w Keflavik zajęcia prowadzone są przez byłego boksera zawodowego posiadającego duże doświadczenie. Po więcej informacji proszę pisać priv

MC Boxing Camp on schedule

Each session 1.000kr

Hildur og Davíð boxarar ársins

Nú er enn eitt stórfenglega árið gengið og nýr áratugur framundan. Árlega er valið hnefaleikamann- og konu sem hafa náð mestum árangri og núna í ár eru það Davíð Sienda og Hildur ósk Indriðadóttir.

Davíð er ríkjandi Íslandsmeistari í -81kg flokki karla undir 17 ára aldri. Hann sigraði titilinn núna í apríl með miklum yfirburðum.

Hildur keppti á Íslandsmeistaramótinu í -75kg flokki kvenna á árinu og endaði þar í öðru sæti. Hún átti þó gríðarlega kraftmikla frammistöðu og gaf andstæðingi sýndum ekkert eftir, sérstaklega í annarri lotu þar sem hún átti hringinn.

Núna snemma á árinu stefnir Hildur á Golden Girl championship í Svíþjóð og ætlar sér stóra hluti þar. Það verður gaman að fylgjast með þessum tveim á komandi ári.

Hér má sjá bardaga Davíðs á Íslandsmótinu

Jólagjafakort HFR

Þekkirðu einhvern sem langar að æfa hnefaleika? Hnefaleikakortið okkar er tilvalin gjöf í pakkann og hægt er að láta bol og/eða vafninga fylgja með á sérstöku tilboði!

bolur + 1.000kr

Vafningar + 1.000kr

Eina sem þarf að gera er að taka fram í commenti þegar þú skráir að þú ætlar að fá með bol eða vafninga. Síðan er það að haka við flipann þar sem stendur gjafakort.

Farið yfir í skráningu og við sjáumst í gyminu 😉

(Athugið að bolur fylgir frítt með ef bókað er önnina)

Skráningar fyrir 2020

english below

Æfingar hjá krökkum og unglingum enda 13. Desember og Boxing101/kvennabox endar 19. Des. Námskeið byrja aftur 6. Janúar samkvæmt stundatöflu.

Haust 2019-Recovered-Recovered

Krakkabox = 1-4 bekkur

Unglingar 1 = 5-7 bekkur

Unglingar 2 = 8-10 bekkur

Boxing101 = 16+

MC Boxing Camp (1.000kr each session)

Stundatafla gæti breyst með stuttum fyrirvara

 • Krakkar/Unglingar
  • Vorönn (Janúar – Maí) – 28.000
 • Boxing101/Kvennabox
  • 1 mánuður – 7.900
  • Vorönn (Janúar – Maí) – 32.900
 • 10 Tíma kort í Boxing101, kvennabox eða MC Boxing – 10.000

Sign up for 2020

Seminars start september 2nd

 

Kids = 1-4 grade

Teenagers 1 = 5-7 grade

Teenagers 2 = 8-10 bekkur

Boxing101 = 16+

Old Boys = 35+

We start 2. September

 • Krakkar/Unglingar
  • Fall 2019 – 11.900
  • Entire Winter (October – May) – 36.900
 • Boxing101/1 month – 8.900kr
  • Fall (sept-Dec) – 15.900
  • Winter (October – Maí) – 42.900
 • Kvennabox/Jálkabox1 month – 7.900kr
  • Fall (oct-Dec) – 12.900

 

Hildur í hringinn í dag

Í dag er haldið hnefaleikamót í Laugardalshöllinni. Hildur Ósk Indriðadóttir stígur í hringinn fyrir hönd HFR gegn ríkjandi Íslandsmeistara í -75kg flokki. Hildur, ásamt því að þjálfa kvennabox HFR, stundar hnefaleika að fullu kappi og ætlar sér stóra hluti hérna á klakanum. Mótið er partur af Iceland open Health and Fitness expo og hefst klukkan 15:00.