Allar færslur eftir hfrboxing

Æfingar hefjast 7. Janúar

Krakkar, unglingar, fullorðnir og keppnislið. Æfingar til auka styrk og vellíðan fyrir alla frá 5 ára aldri. Æfingar hefjast vikuna 7-12 Janúar og það er alltaf frír prufutími. Við verðum í gömlu sundhöllinni við Framnesveg til að byrja með en það stendur til að flytja aðstöðuna seinna á árinu.

Krakkabox eru leikir og æfingar fyrir krakka í 1-4 bekk. Við erum með tvo tíma skráða og þið getið valið þann tíma sem hentar ykkur betur.

Við erum með fitnessbox kvenna núna sem hefst aftur 7. Jan eftir stutta pásu. Hildur Ósk Indriðadóttir, hnefaleikakona Reykjanesbæjar 2018, verður með tímana. Um að gera að mæta og prófa, stelpur.

Björn og Hildur eru hnefaleikafólk Reykjanessbæjar 2018 og við viljum óska þeim báðum til hamingju með árangurinn á liðnu ári. Þið sjáið þau skarta hér glænýjum HFR bol og peysu. Bolir fylgja frítt með annargjaldi en einnig verða fáanlegar peysur þessa önnina. ithrottamadurarsins_reykjanesbae_rnb_311218-(39)

Sigur á hnefaleikamóti í ÆSIR

Núna á Laugardaginn kepptu þeir Konrad og Lukasz fyrir hönd HFR á móti hjá hnefaleikafélaginu ÆSIR. Strákarnir mættu tilbúnir í slaginn en þeir hafa æft af kappi fyrir keppnina. Lukasz fór fyrstur í hringinn og eftir þrjár hnífjafnar lotur tapaði okkar maður á dómaraúrskurði. Konrad stígur inn í hringinn seinna um daginn, einnig gegn keppanda úr HR-Mjölni, og átti flottan sigur á dómaraúrskurði.

 

 

Myndir: Róbert Elís Erlendsson

 

Núna er hægt að panta hjá okkur gjafakort fyrir næstu önn. Tilvalið í jólapakkann og ef þið pantið strax er hægt að fá stuttermabol sem fylgir frítt með. Farið undir „skráningar“ og takið fram í comment að þið viljið fá gjafakort.

HFR að uppskera á Akureyri

Nú á dögunum voru 4 keppendur HFR á diploma móti Akureyrar og stóðu sig öll með prýði. Um er að ræða tveggja daga mót þar sem unglingarnir sýndu auðvitað sína bestu takta gegn Akureyringum.

Sara Möller (14), Anton Halldórsson (18) og Alda Líf Ívarsdóttir hlutu öll bronsmerki HNÍ fyrir sínar viðureignir og safna núna upp í silfur. Lovísa Bríet Sveinsdóttir Hlaut silfurmerki HNÍ fyrir sínar viðureignir og er núna að safna upp í gullmerki.

 

Skráningar fyrir vorönn

Skráningar eru byrjaðar fyrir haustönnina hjá HFR. Æfingar byrja mánudaginn 7. Janúar og það fylgir frír stuttermabolur ef þið skráið ykkur fyrir alla önnina. Takmörkuð pláss á námskeið hjá okkur og greiðsla staðfestir skráningu. Ef þið viljið skipta greiðslum hafið þá samband við gjaldkera á netfangið hfrboxing@boxing.is

Sjáumst á nýju ári!

Diploma mót hjá HFR

Hnefaleikafélag Reykjaness stóð fyrir Diploma hnefaleikamóti fyrir ungmenni núna síðastliðinn Laugardag. Á mótinu voru alls 12 viðureignir og þar af 8 viðureignir með keppendum frá HFR.

Anton Halldórsson fór sínar tvær fyrstu viðureignir og hlaut diploma stigagjöf í báðum, nú er hann að safna upp í bronsmerki í diploma hnefaleikum.

Sara Möller fór tvær viðureignir og fékk brons fyrir báðar. Þessi efnilega boxkona á núna aðeins tvær viðureignir eftir til að fá bronsmerki.

Kara sif og Björgvin Sveinsson fengu bæði silfurmerki fyrir sínar frammistöður og eru núna að fara að safna upp í gullmerki.

Tómas Ingólfsson átti sína bestu viðureign til þessa og fékk 42,5 stig af 45 mögulegum. Hann Tómas er núna aðeins 2 viðureignum frá því að fá gullmerki, hæstu viðurkenningu í diploma hnefaleikum.

3 gull í hús hjá HFR

Hnefaleikafélag Reykjaness átti tvo sigra á boxmóti um helgina. Boxmótið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu í aðstöðu hnefaleikafélagsins ÆSIR. Hildur Ósk Indriðadóttir keppti annan bardaga sinn fyrir hönd HFR, en hún átti eftirminnilegan sigur á Boxkvöldi Ljósanætur í lok Ágúst. Hér átti hún flottan sigur gegn Sigríði Bjarnadóttur hjá Hnefaleikafélagi Akureyrar. Hún Sigríður er talsvert reyndari en Hildur og hefur fleiri bardaga undir belti en eftir þrjár lotur var Hildur úrskurðaður sigurvegari eftir einróma dómaraákvörðun.

 

HFR tók líka þátt í diploma unglingamóti nú á dögunum og var þar mikil lukka. Þar kepptu 5 unglingar frá HFR á aldrinum 12-15 ára og hlutu viðurkenningu fyrir. Þar bar mest á Tómasi Ingólfssyni sem var að fá sitt þriðja gullstig, en þá á hann bara tvö stig eftir í gullmerki, sem er hæsta viðurkenning í diploma hnefaleikum.

42614764_381211149086376_6644334172351496192_n

Skráningar fyrir Haustönn

 

Haust 2018

námskeið hefjast 3. september

Haust 2018 2

 

 

 

 

 

Ef valið er Box101 þarf að taka fram 1 mánuð eða alla önnina.

Æfingar í Júlí/Ágúst

Skráningar fyrir námskeið 9. Júlí eru í gangi. Hægt er að skrá sig HÉR eða senda einfaldlega tölvupóst á hfrboxing@boxing.is

Námskeið í boði:

    • Ágúst unglingar 5.900
    • Sumarkort (til 1. septermber) unglingar 6.900 (12.900 með hönskum)
    • Sumarkort (til 1. septermber) fullorðnir 4.900 (10.900 með hönskum

HFR í Bandaríkjunum

Nú á dögum fóru þau Margrét Guðrún Svavarsdóttir og Björn Björnsson til USA að keppa í Roy Jones Jr. Tournament. Þetta er í fyrsta skipti sem að íslendingar keppa á þessu árlega stórmóti, sem er haldið í Las Vegas til heiðurs hnefaleikagoðsögninni Roy Jones Jr. Björn sigraði Rússneskan keppanda í bardaga sínum með flottum töktum í 75kg flokki. Björn, sem er ríkjandi Íslandsmeistari, hlaut síðan ósigur gegn ríkjandi Bandaríkjameistara, Austin Williams, eftir erfiða viðureign. Íslendingurinn fékk þó mikið lof fyrir frammistöðu sína frá Williams og Roy Jones sjálfum sem fylgdist með bardaganum.

 

Margrét keppti gegn Golden Gloves sigurvegara í úrslitum á mótinu  í 75kg flokki kvenna. Margrét nær að slá niður andstæðing sinn í fyrstu lotu, sem kemur sterkt að henni. Þrátt fyrir mikla baráttu þá hlýtur okkar stelpa ósigur að lokum.

Íslensku keppendurnir okkar æfðu og kepptu fyrir hönd HFR með hinu heimsfræga Johnny Tocco’s Ringside Gym í Las Vegas. Hér fyrir neðan má sjá þau í undirbúning fyrir bardaga sína.