Allar færslur eftir hfrboxing

Úrslit Ljósanæturkeppni HFR

Adam og Hafsteinn
Adam Freyr Daðason (HFH) og Hafsteinn Smári Óskarsson (HFR) áttu bardaga kvöldsins

Það var skemmtileg stemning á Ljósanæturkeppni HFR í gærkvöldi. Hægt verður að horfa á keppnina í heild sinni sporttv.is á morgun eða á mánudaginn.

Hér eru úrslitin (sigurvegarar eru feitletraðir):

Guðmundur Guðmundsson (HFH) vs Ástþór Sindri Baldursson (HFR)
Daníel Hauksson (HFH) vs Elías Shamsudin (HFÆ)
Kristján Orri Arnarson (HFH) vs Gunnar Gray (HFÆ)
Valentyn Bukavin (HFÆ) vs Tom Wolbers (HFR)
Marek Kaban (HFÆ) vs Gunnar Þór Þórsson (HR)
Danny Steiness (Team Denmark) vs Mustafa Mikael Jobi (HFÆ)
Rasmus Hansen (Team Denmark) vs Pétur Ásgeirsson (HFR)
Maria Jacobsen (Team Denmark) vs Arndís Birta Sigursteinsdóttir (HR)
Juri Jannissoo (f.h. HFÆ) vs Kenneth Nemming (f.h. HFR) – Besti boxarinn
Adam Freyr Daðason (HFH) vs Hafsteinn Smári Óskarsson (HFR) – Besti bardaginn

Box á Ljósanótt

Kenneth Nemming snýr aftur á Ljósanótt og keppir nú fyrir hönd HFR!
Kenneth Nemming snýr aftur á Ljósanótt og keppir nú fyrir hönd HFR!

Íslendingar taka á móti Dönum í sannkallaðri hnefaleikaveislu í Reykjanesbæ föstudaginn 4. september næstkomandi. Keppnin er liður í Ljósanæturhátíðinni og hefur verið haldin árlega um nokkurra ára skeið. Komdu og upplifðu einstakt andrúmsloft og horfðu á 10 hörkuviðureignir!

Af okkar mönnum í Hnefaleikafélagi Reykjaness (HFR) mæta til leiks fjórir keppendur. Ástþór Sindri Baldursson fær verðugan andstæðing frá Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar (HFH), Tom Wolbers fær tækifæri á því að snúa tapi í sigur gegn Valentyn Bukavin frá Hnefaleikafélaginu ÆSIR (HFÆ) og Njarðvíkingurinn síkáti, Pétur „Smiley“ Ásgeirsson, mun skiptast á höggum við Rasmus Hansen frá Danmörku. Í lokaviðureign kvöldsins mætast svo tveir efnilegustu boxarar landsins, þeir Hafsteinn Smári Óskarsson, og Adam Freyr Daðason (HFH) í þriðja sinn. Þeir háðu einvígi síðasta vetur og hafði Hafsteinn betur bæði skiptin, en naumlega þó. Adam fékk ekki tækifæri til þess að spreyta sig á Íslandsmeistaramótinu í apríl þar sem Hafsteinn varð Íslandsmeistari en getur nú gert óbeint tilkall til titilsins á föstudaginn kemur.

Aðrar áhugaverðar viðureignir eru endurkoma bestu hnefaleikakonu Íslands, Arndísar Birtu Sigursteinsdóttur, sem hefur ekki stigið í hringinn um nokkurt skeið og svo bardagi milli þeirra Kenneth Nemming og Juri Jaanissoo. Kenneth er margfaldur danskur meistari og heimavanur í Reykjanesbæ en hann hefur komið hér þó nokkrum sinnum að keppa og æfa, síðast á Ljósanótt fyrir tveimur árum. Hann mun keppa fyrir hönd Reykjanesbæjar gegn Jaanissoo, sem hefur m.a. lent í 5. sæti á EM.

Húsið opnar 19:00 og keppni hefst kl. 20:00. Aðgangseyrir eru 1.000 kr og er selt inn við innganginn.

1. viðureign – Diploma – 3 x 2 mín
Guðmundur Guðmundsson (HFH) vs Ástþór Sindri Baldursson (HFR)

2. viðureign – Diploma – 3 x 2 mín
Daníel Hauksson (HFH) vs Elías Shamsudin (HFÆ)

3. viðureign – Millivigt (75 kg) – 3 x 2 mín
Kristján Orri Arnarson (HFH) vs Gunnar Gray (HFÆ)

4. viðureign – Léttþungavigt (81 kg) – 3 x 2 mín
Valentyn Bukavin (HFÆ) vs Tom Wolbers (HFR)

HLÉ

5. viðureign – Léttveltivigt (64 kg) – 3 x 2 mín
Marek Kaban (HFÆ) vs Gunnar Þór Þórsson (HR)

6. viðureign – Léttþungavigt (81 kg) – 3 x 2 mín
Danny Steiness (Team Denmark) vs Mustafa Mikael Jobi (HFÆ)

7. viðureign – Léttveltivigt – 4 x 2 mín
Rasmus Hansen (Team Denmark) vs Pétur Ásgeirsson (HFR)

8. viðureign – Léttveltivigt – 4 x 2 mín
Maria Jacobsen (Team Denmark) vs Arndís Birta Sigursteinsdóttir (HR)

9. viðureign – Léttveltivigt (64 kg) – 3 x 3 mín
Juri Jaanissoo (HFÆ) vs Kenneth Nemming (HFR)

10. viðureign – Léttveltivigt (64 kg) – 4 x 2 mín
Adam Freyr Daðason (HFH) vs Hafsteinn Smári Óskarsson (HFR)

Facebook

Skráning hafin fyrir haustönn!

Skráning er hafin á námskeið Hnefaleikafélagsins á haustönn í síma 8682063 (Dagný). Stundaskrá tekur gildi þann 7. september næstkomandi. Fitnessboxnámskeið verða auglýst sérstaklega síðar. Því miður verður ekki hægt að bjóða upp á æfingar fyrir 10-12 ára hópinn fyrr en eftir áramót. (Vegna aldursdreifingar hefur verið sameinað í einn 12-13 ára hóp).

Unglingar (8-10. bekkur)
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16:30-17:30

Byrjendur/Framhald
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17:30-18:30

Keppnislið
Alla virka daga frá kl. 18:00-20:00

Facebook

Sameiginlegar æfingabúðir hnefaleikafélaganna, 7-9. ágúst

Doddy sýnir Hafsteini nokkra góða takta
Doddy sýnir Hafsteini nokkra góða takta

Sameiginlegar æfingabúðir hnefaleikafélaganna, 7-9. ágúst 2009
Hnefaleikastöðinni
Viðarhöfða 2 v/Stórhöfða

Verið velkomin.

Dagskráin er sem fylgir:

Föstudagur 7. ágúst
17:30 Mæting í Hnefaleikafélagið ÆSIR (HFÆ).
18:00-20:00 Æfing. Sparring og puð.

Laugardagur 8. ágúst
07:00 Útihlaup, mæting í HFÆ.
10:00-12:00 Æfing í HFÆ. Létt tæknivinna, hringþjálfun og sekkvinna.
15:00-17:00 Æfing í HFÆ. Sparring, styrktaræfingar og HEITUR POTTUR!

Sunnudagur 9. ágúst
07:00 Útihlaup, mæting í HFÆ.
10:00-12:00 Æfing í HFÆ. Sparring og puð.
15:00-16:00 Létt tæknivinna.

Vinsamlegast hafið eftirfarandi með:
Iðkendur: Sparringhanska, sekkhanska, hjálm, góm, vafninga, sippubönd, hlaupaskó, útigalla, handklæði, sundföt+360kr.
Þjálfarar: Fókuspúða/pads, kælipoka, vaselín, myndavélar.

Á milli æfinga er frjáls tími, þó í samráði við eigin þjálfara. Mikilvægt að allir virði mætingartímana og séu tilbúin þegar æfingar hefjast, það verður ekki beðið eftir neinum. Iðkendur eru á ábyrgð síns þjálfara og því er ætlast til að þeir séu sér og sínu félagi til sóma.

Eftir seinni æfingu á laugardeginum verður farið í sund, borðað sameiginlegan kvöldmat og horft á video í húsnæði HFÆ.

Með von um blóð, svita og tár,
Þórður Sævarsson
Hnefaleikaþjálfari

Undirbúningstímabilið hafið

Liðið í léttri afslöppun eftir hörkuæfingu
Liðið í léttri afslöppun eftir hörkuæfingu

Nú er hafið undirbúningstímabil hnefaleikafélagsins. Menn eru að koma inn feiknasterkir eftir sumarið og eru aldeilis klárir í slaginn. Sigurviljinn hreinlega skein af andlitunum þegar þjálfarinn lék þá hvað verst á fyrstu æfingunni!

Sumaræfingar

Björninn í ham
Björninn í ham

HFRingar eru búnir að vera duglegir að æfa í sumar og munu sum þeirra koma verulega mikið sterkari inn í nýtt keppnistímabil. Það fer nú að styttast í aðlíðandi undirbúningstímabil og þá sjá menn og finna enn og aftur að: „Champions are made in the off-season.“