Allar færslur eftir hfrboxing

Keppni í Hafnarfirði annað kvöld

HFHHnefaleikafélag Hafnarfjarðar (HFH) heldur mót í aðstöðu sinni Dalshrauni 10 annað kvöld, 14. nóvember. Þau Ásdís Rósa Gunnarsdóttir, Hafsteinn Smári Óskarsson og Daníel Þórðarson keppa fyrir hönd HFR. Húsið opnar kl. 19:00 og mótið hefst kl. 19:30.

1. viðureign – Diploma – 3 x 2 mín
Dagur Freyr Bjarnason (HFÆ) vs Guðmundur Guðmundsson (HFH)

2. viðureign – Sýningarviðureign – 3 x 2 mín
Daníel Þórðarson (HFR) vs Arnar Már Kristjánsson (HR)

3. viðureign – Sýningarviðureign – 3 x 2 mín
Hafsteinn Smári Óskarsson (HFR) vs Vilhjálmur Gunnar Pétursson (HFÆ)

4. viðureign – Sýningarviðureign – 3 x 2 mín
Adam Freyr Daðason (HFH) vs Baldur Fannar Arnarson (HFH)

HLÉ

5. viðureign – Veltivigt (66 kg) – 3 x 2 mín
Ásdís Rósa Gunnarsdóttir (HFR) vs Berglind Frances Aclipen (HFÆ)

6. viðureign – Léttveltivigt (64 kg) – 3 x 2 mín
Hinrik R. Hinriksson (HFÆ) vs Daníel Hauksson (HFH)

7. viðureign – Millivigt (75 kg) – 3 x 2 mín
Finnur Kristjánsson (HFÆ) vs Kristján Orri Arnarsson (HFH)

Ásdís Rósa ber hróður HFR víða!

Ástþór og Ásdís
Ásdís ásamt kálfi Mílós (Ástþóri Sindra Baldurssyni) eftir góða æfingu í vikunni

Ásdís Rósa Gunnarsdóttir mætir Berglindi Frances Aclipen í annað sinn í keppni í Hafnarfirði nú um næstu helgi. Því næst verður haldið til Danmerkur þar sem hún tekur þátt í Bredahl Galashow í Holbæk þann 20. nóvember. Þegar heim er komið tekur við mót í Reykjavík þann 28. nóvember og eftir áramót stefnir Ásdís svo á tveggja mánaða æfingabúðir hjá Freddie Roach og félögum í Wild Card Gym í Bandaríkjunum!

Síðasta keppni komin á SportTV.is

SportTV.isNú er hægt að horfa á keppnina sem fram fór í húsnæði Hnefaleikafélagsins ÆSIR þann 17. október síðastliðinn í heild sinni á SportTV.is

1. viðureign – Diploma – 3 x 2 mín
Sigurbjörn Richter (HFH) vs Sigurður Evert Ármannsson (HFÆ)

2. viðureign – Diploma – 3 x 2 mín
Ástþór Sindri Baldursson (HFR) vs Guðmundur Guðmundsson (HFH)

3. viðureign – Diploma – 3 x 2 mín
Sigurbjörn Richter (HFH) vs Pétur Þór Sævarsson (HR)

4. viðureign – Diploma – 3 x 2 mín
Ástþór Sindri Baldursson (HFR) vs Dagur Freyr Bjarnason (HFÆ)

5. viðureign – Léttveltivigt (64 kg) – 3 x 2 mín
Daníel Hauksson (HFH) vs Hinrik R. Helgason (HFÆ)

6. viðureign – Léttþungavigt (81 kg) – 3 x 2 mín
Mustafa Mikael Jobi (HFÆ) vs Valentyn Bukavin (HFÆ)

7. viðureign – Léttveltivigt (64 kg) – 3 x 2 mín
Gísli Rúnar Gunnarsson (HR) vs Ómar Annisius (HFÆ)

8. viðureign – Veltivigt (66 kg) – 3 x 2 mín
Ásdís Rósa Gunnarsdóttir (HFR) vs Berglind Frances Aclipen (HFÆ)

Ásdís Rósa góð í kvöld

Ásdís Rósa vann 3-0 sigur í kvöld
Ásdís Rósa vann 3-0 sigur í kvöld

Íslandsmeistarinn Ásdís Rósa Gunnarsdóttir átti flottan sigur í lokaviðureign hnefaleikakvölds í boði Hnefaleikafélagsins ÆSIR. Andstæðingur hennar var Berglind Frances Aclipen og þær áttu sennilega flottastu viðureign kvöldsins. Þetta var mjög vel boxað og auðséð að Berglind mun veita Ásdísi harða keppni í vetur. Vonir eru um að þær mætist aftur í næsta mánuði.

Nýliðinn Dagur Freyr Bjarnason (HFÆ) sýndi meistaralega frammistöðu gegn okkar manni, Ástþóri Sindra Baldurssyni, sem enn er svolítið ryðgaður eftir sumarið. Dagur var valinn besti boxari kvöldsins og var vel að því kominn. Það er nokkuð ljóst að þeir þremenningar Dagur, Ástþór og Guðmundur Guðmundsson (HFH) munu berjast um toppsætið í fluguvigtinni fram að Íslandsmóti næsta vor.

Hér eru úrslitin (sigurvegarar eru feitletraðir):

Sigurbjörn Richter (HFH) vs Sigurður Evert Ármannsson (HFÆ)
Ástþór Sindri Baldursson (HFR) vs Guðmundur Guðmundsson (HFH)
Sigurbjörn Richter (HFH) vs Pétur Þór Sævarsson (HR)
Ástþór Sindri Baldursson (HFR) vs Dagur Freyr Bjarnason (HFÆ) – Besti boxarinn
Daníel Hauksson (HFH) vs Hinrik R. Helgason (HFÆ)
Mustafa Mikael Jobi (HFÆ) vs Valentyn Bukavin (HFÆ)
Gísli Rúnar Gunnarsson (HR) vs Ómar Annisius (HFÆ)
Ásdís Rósa Gunnarsdóttir (HFR) vs Berglind Frances Aclipen (HFÆ)

Ásdís Rósa keppir um helgina

Ásdís Rósa Gunnarsdóttir
Ásdís Rósa Gunnarsdóttir

Hnefaleikafélagið Æsir (HFÆ) heldur á laugardaginn næstkomandi mót í aðstöðu sinni á Viðarhöfða 2 v/Stórhöfða í Reykjavík. Þau Ástþór Sindri Baldursson og Ásdís Rósa Gunnarsdóttir munu keppa fyrir hönd HFR. Keppni hefst 20:00 og aðgangseyrir er 1.000 kr.

1. viðureign – Diploma – 3 x 2 mín
Ástþór Sindri Baldursson (HFR) vs Guðmundur Guðmundsson (HFH)

2. viðureign – Diploma – 3 x 2 mín
Sigurbjörn Richter (HFH) vs Pétur Þór Sævarsson (HR)

3. viðureign – Diploma – 3 x 2 mín
Ástþór Sindri Baldursson (HFR) vs Dagur Freyr Bjarnason (HFÆ)

4. viðureign – Diploma – 3 x 2 mín
Sigurbjörn Richter (HFH) vs Sigurður Evert Ármannsson (HFÆ)

HLÉ

5. viðureign – Léttveltivigt (64 kg) – 3 x 2 mín
Daníel Hauksson (HFH) vs Hinrik R. Helgason (HFÆ)

6. viðureign – Léttþungavigt (81 kg) – 3 x 2 mín
Mustafa Mikael Jobi (HFÆ) vs Valentyn Bukavin (HFÆ)

7. viðureign – Léttveltivigt (64 kg) – 3 x 2 mín
Gísli Rúnar Gunnarsson (HR) vs Ómar Annisius (HFÆ)

8. viðureign – Veltivigt (66 kg) – 3 x 2 mín
Ásdís Rósa Gunnarsdóttir (HFR) vs Berglind Frances Aclipen (HFÆ)

Hvernig á að vefja sig?

Hvernig á að vefja sig? Það er engin ein leið til þess að vefja sig, en hér eru leiðbeiningar að grundvallaraðferð sem við mælum með sem upphafspunkti í því að læra að vefja hendurnar. Það mikilvægasta er – óháð aðferðinni – að vernda úlnliðinn og beinin í handarbakinu. Þótt það sé mikilvægt að vernda hnúana hefur það ekki sama vægi. Leiðbeiningarnar eru á íslensku. Smellið á myndina til þess að ná í skjalið.

Upptökur af síðustu keppni

Keppendurnir frá því um síðustu helgiVegna tæknilegra örðugleika reyndist ekki mögulegt að sýna síðustu keppni á Sporttv.is eins og fyrirhugað var. Hnefaleikafélagið ÆSIR var hins vegar svo atorkusamt að það tók upp og setti á netið meirihluta viðureignanna og við stöndum í þakkarskuld fyrir það! Hér eru hlekkir á sex af átta viðureignum sem fram fóru um helgina:

Dagur Freyr Bjarnason (HFÆ) vs Guðmundur Guðmundsson (HFH)

Hinrik R. Helgason (HFÆ) vs Sigurbjörn Richter (HFH)

Ómar Annisius (HFÆ) vs Reynir Emilsson (HR)

Finnur Kristjánsson (HFÆ) vs Björn Snævar Björnsson (HFR)

Elías Shamsudin (HFÆ) vs Pétur Ásgeirsson (HFR)

Þráinn Ellertsson (HFÆ) vs Baldur Fannar Arnarsson (HFH)

Duglegir strákar í krakka- og unglingahóp HFR

Sigurður Rafn, Guðmundur, Reynir, Aron Ingi, Héðinn, Sigurður Grétar og Hlynur Þór ásamt Gunnari Davíð þjálfara
Sigurður Rafn, Guðmundur, Reynir, Aron Ingi, Héðinn Máni, Sigurður Grétar og Hlynur Þór ásamt Gunnari Davíð þjálfara

Starfið gengur vel í krakka- og unglingahóp HFR það sem af er haustönn. Strákarnir stefna á keppni á sínu fyrsta diplomamóti fyrir áramót og æfa af miklum móð þrisvar í viku.

Hér er stutt útskýring á diplomahnefaleikum:

Diplomahnefaleikar er afbrigði hnefaleika sem þar sem iðkendur keppa í því að sýna tæknilegri getu.

Markmiðið er kynna yngstu keppendur fyrir íþróttinni og jafnframt stuðla að því að komandi kynslóðir verði samkeppnishæfar í áhugamannahnefaleikum á alþjóðagrundvelli í framtíðinni.

Diplomahnefaleikar eru keppni í hnefaleikatækni. Þeir eru mildari útgáfa af eiginlegum keppnishnefaleikum sem undirbýr yngri keppendur samkvæmt skýrum kröfum fyrir frekari keppni. Í diplomahnefaleikum vottast tæknileg kunnátta hnefaleikamannsins, ekki hversu fast þeir slá eða hversu líkamlega sterkir þeir eru. Það er verkefni og ábyrgð hringdómarans að sjá til þess að þessu sé fylgt. Það er svo hlutverk hornamannsins/þjálfarans að aðstoða hringdómarann í þessu verkefni. Stigadómarar gefa stig fyrir jafnvægi, vörn, fótaburð og rétt útfærð högg.

Reglurnar eru þannig gerðar að þátttakendur í keppnunum eru að gæta sinna eigin hagsmuna ef þeir leyfa leikjunum aldrei að fara út í slagsmál og eiga því þegar á byrjendastigi að geta gert greinarmun á hnefaleikum og ofbeldi. Ofbeldi er verkfæri heigulsins gegn vilja þeirra sem minna mega sín og hnefaleikahringurinn er ekki staður fyrir slíkt.

Úrslit í diplomahnefaleikum skulu aldrei ráðast af harðri snertingu eða með ódrengilegri framkomu. Diplomahnefaleikar eru keppni í tækni.