Allar færslur eftir hfrboxing

Sameiginlegar æfingabúðir hnefaleikafélaganna, 7-9. ágúst

Doddy sýnir Hafsteini nokkra góða takta
Doddy sýnir Hafsteini nokkra góða takta

Sameiginlegar æfingabúðir hnefaleikafélaganna, 7-9. ágúst 2009
Hnefaleikastöðinni
Viðarhöfða 2 v/Stórhöfða

Verið velkomin.

Dagskráin er sem fylgir:

Föstudagur 7. ágúst
17:30 Mæting í Hnefaleikafélagið ÆSIR (HFÆ).
18:00-20:00 Æfing. Sparring og puð.

Laugardagur 8. ágúst
07:00 Útihlaup, mæting í HFÆ.
10:00-12:00 Æfing í HFÆ. Létt tæknivinna, hringþjálfun og sekkvinna.
15:00-17:00 Æfing í HFÆ. Sparring, styrktaræfingar og HEITUR POTTUR!

Sunnudagur 9. ágúst
07:00 Útihlaup, mæting í HFÆ.
10:00-12:00 Æfing í HFÆ. Sparring og puð.
15:00-16:00 Létt tæknivinna.

Vinsamlegast hafið eftirfarandi með:
Iðkendur: Sparringhanska, sekkhanska, hjálm, góm, vafninga, sippubönd, hlaupaskó, útigalla, handklæði, sundföt+360kr.
Þjálfarar: Fókuspúða/pads, kælipoka, vaselín, myndavélar.

Á milli æfinga er frjáls tími, þó í samráði við eigin þjálfara. Mikilvægt að allir virði mætingartímana og séu tilbúin þegar æfingar hefjast, það verður ekki beðið eftir neinum. Iðkendur eru á ábyrgð síns þjálfara og því er ætlast til að þeir séu sér og sínu félagi til sóma.

Eftir seinni æfingu á laugardeginum verður farið í sund, borðað sameiginlegan kvöldmat og horft á video í húsnæði HFÆ.

Með von um blóð, svita og tár,
Þórður Sævarsson
Hnefaleikaþjálfari

Undirbúningstímabilið hafið

Liðið í léttri afslöppun eftir hörkuæfingu
Liðið í léttri afslöppun eftir hörkuæfingu

Nú er hafið undirbúningstímabil hnefaleikafélagsins. Menn eru að koma inn feiknasterkir eftir sumarið og eru aldeilis klárir í slaginn. Sigurviljinn hreinlega skein af andlitunum þegar þjálfarinn lék þá hvað verst á fyrstu æfingunni!

Sumaræfingar

Björninn í ham
Björninn í ham

HFRingar eru búnir að vera duglegir að æfa í sumar og munu sum þeirra koma verulega mikið sterkari inn í nýtt keppnistímabil. Það fer nú að styttast í aðlíðandi undirbúningstímabil og þá sjá menn og finna enn og aftur að: „Champions are made in the off-season.“

HFR kom, sá og sigraði á ÍM 2009

Sigurlið HFR
Sigurlið HFR

Úrslitakvöld Íslandsmeistaramótsins í hnefaleikum fór fram í Reykjanesbæ á laugardaginn var og keppt var um níu Íslandsmeistaratitla. Hnefaleikafélag Reykjaness (HFR) kom, sá og sigraði og sat eftir með fimm Íslandsmeistara.

Það voru þau Hafsteinn Smári Óskarsson, Ásdís Rósa Gunnarsdóttir, Björn Snævar Björnsson, Daníel Þórðarson og Árni Ísaksson sem hömpuðu titlunum og auk þess fengu þeir Daníel og Björn sérstakar viðurkenningar. Daníel var valinn hnefaleikamaður kvöldsins og Björn sá efnilegasti og voru þeir báðir vel að því komnir.

Þetta er hreint ótrúlega góð uppskera fyrir félagið sem hefur verið framúrskarandi í allan vetur.

Íslandsmeistarar kvöldsins

Léttvigt drengja (60 kg)
Hafsteinn Smári Óskarsson (HFR)

Veltivigt drengja (69 kg)
Gunnar Georg Gray (HFÆ)

Fjaðurvigt kvenna (57 kg)
Ásdís Rósa Gunnarsdóttir (HFR)

Léttveltivigt (64 kg)
Gunnar Þór Þórsson (HR)

Veltivigt (69 kg)
Björn Snævar Björnsson (HFR) – efnilegasti hnefaleikamaðurinn

Millivigt (75 kg)
Daníel Þórðarson (HFR) – hnefaleikamaður kvöldsins

Léttþungavigt (81 kg)
Árni Ísaksson (HFR)

Þungavigt (91 kg)
Gunnar Kolbeinn Kristinsson (HFÆ)

Yfirþungavigt (+91 kg)
Lárus Mikael Daníelsson (HFÍ)