Um félagið

Hnefaleikafélag Reykjaness var stofnað árið 2001 og er elsta hnefaleikafélagið á landinu. Félagið er í mikilli sókn og sækir keppnir á innlendum sem erlendum mótum, meðal annars í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi og Kýpur. Félagið á að baki þónokkra íslandsmeistaratitla og viðurkenningar fyrir sigra í keppnum. HFR er einnig með öfluga unglingastarfsemi og einn mest upprennandi keppnishóp á landsvísu í diploma hnefaleikum.  Æfingar eru allan ársins hring í húsnæði þess í gömlu sundhöllinni við Framnesveg í Keflavík.

Hnefaleikafélag Reykjaness hefur hlotið inngöngu sem fyrirmyndafélag Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem að hnefaleikafélag hlýtur þá viðurkenningu en hefur lengi verið markmið félagsins.

39332458_1829728603779132_1293653864771223552_n (1)
Aðstaða HFR á smiðjuvöllum 5

Febrúar 2015 fékk Hnefaleikafélag Reykjaness inngöngu í hóp fyrirmyndafélaga ÍSÍ. HFR er nú fyrsta hnefaleikafélag sem hlotið hefur inngöngu sem fyrirmyndafélag og er það stórkostlegt afrek fyrir elsta hnefaleikafélag á landinu.

 

 • Formaður: Ingólfur Þór Tómasson
  • Sími: 6607474
 • Yfirþjálfari: Björn Björnsson
  • Sími: 6977531
  • Netfang: bjorn@boxing.is
 • Þjálfari Fitnessbox kvenna: Hildur Ósk Indriðadóttir
 • Gjaldkeri: Erna Rán Arndísardóttir
  • hfrboxing@boxing.is
  • Sími: 660-7478

hfrboxing@boxing.is

Handbók HFR

 

Boxaðu Þig í Betra Form

%d bloggurum líkar þetta: