Hvað er í vændum næstu tvær vikur

Til að byrja með þá viljum við þakka öllum iðkendum fyrir að hafa verið varir um sig síðustu mánuði. Sem hafa verið duglegir að spritta hendurnar, viðhalda hreinlæti, virt fjarlægðarmörk við hvort annað og mætt tímanlega á hverja æfingu tilbúin í æfingarfötum. Foreldrar sem hafa skutlað börnunum sínum á æfingar án þess að fylgja þeim inn í bardagahöllina. Við viljum líka þakka öllum þjálfurum bardagahallarinnar sem hafa hjálpast að við að sótthreinsa hurðarhúna hjá okkur meðan æfingu stendur.

Þrátt fyrir allan stuðning og hjálpsemi þá neyðumst við til að loka Bardagahöllinni tímabundið. Eins og staðan er í dag getum við opnað aftur 17. Nóvember. Fyrir Fitnessbox og Kvennabox hópa ætlum við að hafa skemmtilegar heimaæfingar með verðlaun í boði fyrir árangur. Til að vita meira og/eða skrá ykkur getið þið sent á hfrboxing@boxing.is

Fyrir Box hópa unglinga og fullorðinna munum við senda inn einfaldar æfingar á FB grúbbu okkar: „HFR – Hnefaleikafélag Reykjaness“ til að stytta stundir og halda sér við. Þetta er gríðarlega erfitt fyrir alla en auðvitað stefnum við á það að koma betri til baka.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s