Góðar fréttir fyrir boxið í Maí

Eins og fram hefur komið þá eru æfingar hjá krökkum og unglingum á grunnskólaaldri að hefjast aftur þann 4. Maí næstkomandi. Nú hefur verið löng hvíld frá æfingum og því hefur stjórnin ákveðið að gefa júní mánuð til þeirra sem hafa verið skráð út Maí 2020. Ef það hentar ekki þá hefur fallist á að gefa sérstakan afslátt fyrir haustönn 2020. Til þess að virkja það þarf einungist að senda póst á hfrboxing@boxing.is !ATH! að ekki er hægt að velja hvort tveggja og gildir aðeins fyrir þá sem hafa greitt fyrir vorönn.

Hvað varðar fullorðinshópa þá eru aðrar reglur þar en í yngri hópum. Við munum hafa, eftir nýjum takmörkunum, æfingar sem byrja mánudaginn 4. Maí. Í boði eru 2 tímar sem eru klukkustund hvor fyrir sig. Tímarnir verða 17:30 og 18:30 fyrir alla í box101 og keppnishóp. Í hvorn tímann eru hámark 8 manns sem geta sótt hvorn tímann og það er nauðsynlegt að skrá sig á FB grúbbu HFR  https://www.facebook.com/groups/hfrboxing/

Æfingar verða samblanda af úti- og inni æfingum þannig að það þarf útiföt fyrir hvern tíma fyrir sig.

Takið eftir að það eru ekki fríir prufutímar en í staðin höfum við sérstakt tilboð fyrir nýja iðkendur, í boði eru 2 mánuðir á 13.900kr. Þið sem hafið skráð ykkur alla vorönnina fáið maí og út júní ykkur að kostnaðarlausu.

Kvennaboxið verður líka í boði 3x í viku og skipulag verður í samráði við þjálfara. Þjálfari hefur samband eftir skráningu.

Kveðja, Stjórn HFR

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s