Æfingar að nýju

Samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðherra er okkur leyft að hefja æfingar fyrir krakka- og unglinga á grunnskólastigi þann 4. Maí. Æfingar fyrir fullorðna hefjast því miður ekki þar sem takmarkanir leyfa það ekki. Verði gerðar einhverjar breytingar látum við vita af því hér.

Hér má sjá reglur sem eiga við eftir 4. Maí, tekið af minnisblaði sóttvarnarlæknis:

Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi:

 • Engar fjöldatakmarkanir verða settar á iðkendur.
 • Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, verði leyfð.
 • Skíðasvæði verði opin fyrir æfingar barna og unglinga.
 • Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða verði opin fyrir sundæfingar barna og
  unglinga.
 • Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi verði heimil án áhorfenda.
 • Hvatt verði til sérstaks hreinlætis og handþvottar.
 • Tveggja metra nándarreglan verði virt eins og hægt er.

 

 • Íþróttastarf fullorðinna:
 • Mest verði sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan
  fótboltavöll.
 • Mest verði fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við
  handboltavöll.
 • Notkun búningsaðstöðu innanhúss verði óheimil.
 • Hvatt verði til að tveggjametra nándarreglan verði virt.
 • Keppni í íþróttum fullorðinna verði óheimil nema ef hægt sé að uppfylla
  skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda.
 • Sundæfingar fyrir fullorðna verði að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun
  búnings- og sturtuaðstöðu verði leyfð.
 • Áfram verði hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s