Gull og silfur á Íslandsmóti

Um helgina var haldið íslandsmót í hnefaleikum. Mótið var haldið í húsakynnum Hnefaleikafélags Reykjaness (HFR) á smiðjuvöllum 5 í Keflavík. Fyrir hönd HFR kepptu þau Davíð Sienda (16) og Hildur Ósk Indriðadóttir (35). Davíð keppti í – 81kg og sigraði allar þrjár lotur með yfirburðum. Hann Davíð var að keppa í flokk fyrir ofan sig og keppti við Karl Ívar frá Hnefaleikafélagi Akraness. Karl sigraði Davíð fyrr á árinu en núna átti Davíð öruggan sigur.

Hildur keppti við tvöfaldan silfurverðlaunahafa á norðurlandamóti í -75kg flokki í úrslitum. Okkar stelpa, sem er með talsvert færri bardaga að baki, kom andstæðing sínum heldur betur á óvart þegar hún komst yfir á stigum í annarri lotu. Hún hlaut þó silfrið að lokum eftir öfluga baráttu og sýndi að hún er með þeim hörðustu í bransanum.

Myndir: Gunnar Jónatansson

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s