Nýtt æfingarhúsnæði HFR

HFR hefur fært sig yfir í nýtt húsnæði á Smiðjuvöllum 5 og æfingar verða þar héðan af samkvæmt stundatöflu. Um er að ræða sama húsnæði og gamla húsasmiðjan eða gamla danskompaní/metabolic. Æfingarými er ekki fullunnið þannig við viljum biðja ykkur öll um að sýna þolinmæði og skilning fyrir því. Við viljum að sjálfsögðu að æfingaraðstaða sé sem allra best fyrir okkar iðkendur á öllum tímum og slíkt krefst stundum lengri tíma en upphaflega var áætlaður. Engu að síður erum við mjög ánægð með allt sem þessum flutningum viðkemur. Við viljum þakka öllum sem hafa tekið sig til og aðstoðað við flutningarnar hjá okkur. Hér er vel að verki unnið en mikil vinna ennþá eftir. Við hlökkum til að taka á móti iðkendum í nýju húsnæði.

Að öðru snúið þá er HFR að bjóða upp á lausar stöður í foreldrafélagi þess. Allir þeir sem hafa áhuga á að hjálpa við að efla krakka- og unglingastarfsemi okkar geta sent okkur póst á hfrboxing@boxing.is

Við viljum líka minna á facebook síðu https://www.facebook.com/hfrboxing/ og okkur þætti afskaplega vænt um ef þú gætir skilið eftir umsögn eða skilið eftir stjörnur um starfsemi okkar í Reykjanesbæ.
Einnig viljum við benda á fb grúbbu okkar https://www.facebook.com/groups/hfrboxing/ sem er öllum aðgengileg.

39332458_1829728603779132_1293653864771223552_n (1)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s