13 diploma keppendur frá HFR um helgina

Núna um helgina var Diploma mót í gömlu sundhöllinni í Keflavík. HFR stóð fyrir mótinu sem hafði alls 26 keppendur. Þar af var helmingurinn að keppa fyrir hönd HFR, eða alls 13 krakkar og unglingar. Fjögur hnefaleikafélög tóku þátt.

Tómas Nökkvi Ingólfsson hlaut gullmedalíu fyrir sína viðureign með 39,5 stig

Lovísa Bríet Sveinsdóttir fékk 39 stig og er að safna upp í gull medalíu

Kara Sif Valgarðsdóttir fékk 39,5 stig og er að safna upp í gull medalíu

Anton Halldórsson fékk 35,5 stig og er að safna upp í silfur medalíu

Alda Líf Ívarsdóttir fékk 34,5 stig og er að safna upp í silfur medalíu

Sara Rós Möller fékk 32,5 stig og er að safna upp í silfur medalíu

Sindri Þór Gylfason og Alexander Vilmar Jónsson fengu diploma með 27 stigum

Einnig kepptu þau Dagrún Ragnarsdóttir, Aníta Rún Hill, Einar Berg Viðarsson, Kári Kjartansson og Maciek Polkowski fyrir HFR og voru örfáum stigum frá diploma. Öll fengu þau stig á bilinu 25-26,5 en það þarf alls 27 stig til að fá diploma í keppni.

Þetta var fyrsta diplóma mót ársins og líklega það síðasta í gömlu sundhöllinni en Hnefaleikafélag Reykjaness stefnir á að flytja starfsemi sýna yfir í bardagahöllina á Smiðjuvöllum á næstu mánuðum.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s