Benóný með gull um helgina

Benóný Einar Færseth hlaut gullmerki á boxmóti í Hafnarfirði sem fram fór þann 2. desember síðastliðinn, en hann keppir fyrir Hnefaleikafélag Reykjaness.
Gullmerkið er hæsta viðurkenning sem gefin er fyrir diploma hnefaleika. Benóný hefur stefnt að þessu lengi en hann á ekki langt að sækja hæfileikana þar sem pabbi hans, Guðjón Vilhelm, er einn af helstu frumkvöðlum boxhreyfingarinnar á Íslandi. „Ég ætlaðist aldrei til þess að Benóný myndi sækja í hnefaleika, hann ákvað það alveg upp á eigin spýtur,“ segir Guðjón, faðir hans.

Hin ellefu ára gamla Kara Valgarðsdóttir hlaut bronsmerkið eftir þrjár lotur og er núna að safna upp í silfurmerki. Hin fjórtán ára Lovísa Sveinsdóttir er upprennandi boxari og náði góðum árangri um helgina, en hún byrjaði að æfa fyrir þremur mánuðum síðan og er langt komin að safna upp í bronsmerki.

Tómas Ingólfsson sýndi einnig gríðarlega flotta takta en drengurinn stefnir hart á að fá silfurmerkið sitt snemma á næsta ári.

unnamed (1)
Björn Björnsson (þjálfari), Benóný og Valgarður Magnússon (þjálfari)
24177187_10159652049520542_9151525707617794631_n
Lovísa Sveinsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s