HFR með 4 gull á stærsta Boxkvöldi til þessa

Það má segja með sönnu að það hafi verið gríðarleg stemning á Boxkvöldi Ljósanætur þessa árs. Um er að ræða stærstu boxkeppni landsins í mörg ár. Alls fóru fram 12 bardagar þetta kvöld og tóku öll hnefaleikafélög landsins þátt.

Fyrstur í hringinn hjá HFR var Björn Snævar Björnsson, yfirþjálfari. Eftir tveggja ára hlé steig boxþjálfari suðurnesja inn í hringinn og upp í -81kg flokk. Björn hefur verið stóran part af sumrinu í bardaga borginni Las Vegas þar sem hann þjálfaði og æfði með atvinnumönnum. Björn Sýndi takta sem gerðu hann að Íslandsmeistara í gömlu tíð en eftir mikla spennu bar hann sigur úr býtum. Björn keppti á móti Þorsteini Helga Sigurðssyni, sem æfir hjá Hnefaleikafélaginu ÆSIR er gríðarlega efnilegur piltur og var valinn hnefaleikamaður ársins 2016.

Vikar Sigurjónsson, einn reynslumesti boxari suðurnesja, fer gegn Eiríki Sigurðssyni hjá HR-Mjölni. Vikar sýndi gríðarlegan þrótt í bardaga sínum og með góðu plani leggur hann andstæðing sinn niður með þungri hægri. Bardaginn fer allar þrjár loturnar þar sem Vikar átti öruggan sigur.

Næstur hjá HFR var Magnús Marcin en hann er einnig að koma eftir langt hlé. Marcin keppti við Elmar frá Hnefaleikafélagi Akureyrar. Elmar, sem barðist úr southpaw stöðu, sýndi hvað hann er reyndur og klár hnefaleikamaður. Þó náði tækni og höggþungi pólska tröllsins úr Keflavík að yfirbuga Akureyringinn. Á einum tímapunkti gaf Marcin slíkt högg í kviðinn að hanski andstæðings snerti gólf. Marcin átti þarna öruggan sigur eftir þrjár lotur.

Íslandsmeistari okkar Margrét G. Svavarsdóttir steig inn á móti hörkutólinu Kristínu Sif frá HR-Mjölni. Bardaginn fór fram og aftur, þó Margrét stjórnaði oft miðju hringsins þá sótti Kristín grimmt allan bardagann. Þær stelpur börðust hart út í gegn en að lokum tryggði Margrét fjórða sigur hjá HFR þetta kvöld.

Helgi „Flex“ Guðmundsson, Tae Kwon Do og BJJ þjálfari með fleiru, klárar kvöldið með grjóthörðum bardaga við ríkjandi Íslandsmeistara í -81kg flokki karla. Helgi var léttur á fæti, heldur höði og lendir þónokkrum höggum á andstæðing sinn. En undir lok þá tapar hann fyrir ríkjandi meistaranum en þó ekki án þess að tryggja virðingu meðal áheyrenda. Björn Lúkas bardagamaður var þar í horninu ásamt Birni þjálfara, en Björn Lúkas sló eftirminnilega í gegn fyrir tvem árum á ljósanótt þegar hann sigraði sinn fyrsta bardaga fyrir HFR með rothöggi í annarri lotu.

Alls fóru fram 12 bardagar þetta kvöld og tóku öll hnefaleikafélög landsins og enginn annar en white boy of the year, KILO, sem tróð upp í hléum. Ekki voru áhorfendur að verri endanum en í hópnum voru meðal annars Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir MMA bardagakona og Guðjón Vilhelm, meðstofnandi HFR. Kynnir spyr Sunnu hvað henni fannst um kvöldið en þá svarar hún á hæl: „mér fannst þetta geggjað.“ Mikið erum við sammála þar.

Pálmi Sigurðsson fór hreinlega á kostum sem kynnir kvöldsins en áhrifaríkar kynningar hans á keppendum slóu í gegn.

Ef þið viljið nálgast myndir í hárri upplausn, sendið á hfrboxing@boxing.isLjósmyndari: Tryggvi Rúnarsson

Posted by Hnefaleikafélag Reykjaness on Saturday, September 2, 2017

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s