Margrét í öðru sæti í NM

Eftir að hafa barist þrjár æsispennandi lotur í úrslitabardaga steig Margrét niður úr hringnum ásamt stoltum þjálfara sínum. Aldrei hefur íslensk kona keppt á norðurlandamóti í 75kg flokki og sem brautryðjandi með silfurverðlaun var hún hæstánægð. Á 5 ára afmæli sínu hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness og eftir 6 bardaga í ólympískum hnefaleikum stóð hún sannarlega í hárinu á sænska meistaranum. Það mátti varla sjá að það væri 20 bardaga reynslumunur þar á þegar Margrét okkar lendir skrokkhöggunum sínum á sænsku stríðsvélina. Það rymur í áhorfendasalnum þegar höggin fljúga fram og aftur. Íslenskir boxarar geta sannarlega staðið með sínum fullir af stolti og sáttir með þessa frammistöðu hennar. Reynslunni ríkari snýr hún aftur með 2. sætið á norðurlandamóti 2017.

17742520_10158411691640542_469995761_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s