Vetrarstarfið að hefjast

Þessir strákar úr unglingahópnum æfðu áfram í sumar og koma sterkir inn í veturinn

Nú fer vetrarstarfið að hefjast og tökum við á móti nýjum iðkendum í tvo hópa á haustönn. Unglingahópur er fyrir krakka í unglingadeild grunnskólanna (fædd 1995-1997) og svo er annar hópur fyrir 16 ára og eldri (fædd 1994 eða fyrr). Sérstakur skráningardagur verður í byrjun september og auglýst verður um það síðar. Hægt er að ganga frá greiðslu og skráningu símleiðis í 868 2063 (Dagný) fyrir þann tíma.

Unglingahópur æfir kl. 17:00-18:00 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga. Eldri iðkendur (byrjendur/framhald) æfa sömu daga frá 18:00-19:00.