Lucia Rijker

Ásdís og Lucia Rijker
Ásdís og Lucia Rijker

Ásdís var svo heppin að fá að hitta bestu hnefaleikakonu sögunnar, Luciu Rijker, í Wild Card Gym í gær, en þjálfari hennar var og er einmitt sjálfur Freddie Roach. Lucia er ósigruð í atvinnuhnefaleikum og muay thai og er goðsögn í heimi bardagaíþróttanna. Þegar hún var upp á sitt besta neituðu stærstu stjörnur kvennahnefaleikanna, Christy Martin og Laila Ali (sem er þó mun hærri og þyngri), að mæta henni í hringnum. Þessi öflugi frumkvöðull hefur veitt fjölda upprennandi hnefaleikakvenna innblástur gegnum tíðina og er Ásdís engin undantekning.

Hér eru nokkur brot úr heimildamynd sem gerð var árið 1999 til þess að vekja athygli á baráttu hnefaleikakvenna fyrir sinni íþrótt þar sem Lucia er tekin fyrir, og svo viðtal við Luciu þegar í ljós kom fyrir nokkrum mánuðum að loks yrði keppt í kvennaflokki á Ólympíuleikunum.