Vel heppnaðar æfingabúðir á Laugarvatni

Laugarvatn

Hnefaleikafélögin héldu um helgina sameiginlegar æfingabúðir undir stjórn Þórðar Sævarssonar þjálfara. Það var margt um manninn og nóg að gera og menn hurfu aftur úr sveitinni örþreyttir með bros á vör.