Frábær Unglingakeppni í Reykjanesbæ

Tómas (HFH) og Ástþór (HFR) takast í hendur eftir góðan leik
Tómas (HFH) og Ástþór (HFR) takast í hendur eftir góðan leik

Það var hörkukeppni um helgina þegar margir af efnilegustu boxurum landsins mættust í keppni í Reykjanesbæ. Þessar ungu og upprennandi stjörnur framtíðarinnar gáfu eldri boxurunum sem kepptu í Íslandsmótinu helgina áður ekkert eftir og sýndu jafnvel enn betri takta ef eitthvað er. Til dæmis má nefna hörkurimmu milli Péturs Ásgeirssonar (HFR) og Adams Freys Daðasonar (HFH) sem var í járnum fram í síðustu lotuna. Tveir suðurnesjamenn, þeir Hafsteinn Smári Óskarsson og Ástþór Baldursson skutu sér aldeilis fram í sviðsljósið með hreint frábærum frammistöðum í sínum viðureignum og eiga örugglega eftir að láta til sín taka á árinu.

Gullkálfur HFR, Andri Már Elvarsson, átti bókstaflega á brattann að sækja þegar hann mætti hinum danska Mikkel Dreyer-Larsen (Ringsted-IF). Andri átti frábært ár í fyrra en hefur þurft að sitja á hillunni undanfarna mánuði vegna andstæðingsleysis. Hann sýndi snilldartakta í fyrstu lotu en dalaði heldur eftir miðja aðra lotu, enda mjög ryðgaður. Daninn nýtti hæðarmuninn ágætlega og sótti grimmt að Andra, sem klóraði í bakkann og tapaði naumlega á stigum. Vonir eru uppi um að fá Dreyer-Larsen aftur til landsins í haust.

Einnig er vert að nefna frammistöðu Daníels (HFH) sem sýndi snilldartakta gegn hinum danska Benjamin Sohrbeck (Ringsted-IF), þótt hann hafi ekki haft sigurinn.

Ég vil þakka öllum þeim sem komu að mótinu – dómurum, þjálfurum, keppendum, aðstandendum og áhorfendum – fyrir frábært kvöld.

Kv. Daði

Úrslit kvöldsins (sigurvegari feitletraður):

Andri Már Elvarsson (HFR) vs Mikkel Dreyer Larsen (Ringsted-IF)

Hafsteinn Smári Óskarsson (HFR) vs Pétur Þór Sævarsson (HR)

Pétur Ásgeirsson (HFR) vs Adam Freyr Daðason (HFH)

Ástþór Sindri Baldursson (HFR) vs Tómas (HFH)

Daníel Ágúst Gautason (HR) vs Birgir Tómasson (HFH)

Daníel (HFH) vs Benjamin Sohrbeck (Ringsted-IF)

Sýningarviðureignir (enda allar með jafntefli)

Arnór (HFR) vs Sigurjón (HFR)

Ólafur (HFR) vs Stefán (HFR)

Hreiðar (HFR) vs Aron (HFR)