Hildur með sigur á bikarmóti

Nú á dögunum var fyrsta bikarmót ársins í hnefaleikum og þar keppti Hildur ósk indriðadottir fyrir hönd HFR. Hildur keppti í 66kg flokki kvenna á mótinu sem var haldið í aðstöðu Mjölnis. Þetta er sterk byrjun fyrir okkar stelpu og setur hana í forystu í bikarmótaröðinni. Næsta bikarmót verður haldið þann 5. Maí næstkomandi og e Hildur nú búin að vera að æfa á kappi til að endurtaka leikinn.

Keppti við tvöfaldan Noregsmeistara um helgina

Nú á dögunum sendi HFR frá sér lið á eitt stærsta alþjóðlega mót í Evrópu, HSK Box CUP 2021. Mótið átti sér stað í Danmörku og voru alls níu þjóðir sem tóku þátt. Fyrir hönd HFR voru fjórir boxarar sem fóru en það voru Hildur Ósk Indriðadóttir, Davíð Rafn Björgvinsson, Aldís Guðrún Freysdóttir og Haraldur Hjalti Maríuson. Aldís var fyrst inn í hringinn og fékk þar sænska stelpu á móti sér. Bardaginn fór fram og aftur og Aldís var mjög sterk í þessum fyrsta bardaga sínum en sú norska var yfir eftir aðra lotuna. Aldís okkar var þó betri með hverri mínútunni og nær gríðarlegu höggi sem fær hringdómara til að telja yfir norska andstæðingi hennar í þriðju lotunni. Þó var það ekki nóg og þessi bardagi fer beint í reynslubankann.

Haraldur var næstur í hringinn frá HFR og átti einnig sinn fyrsta bardaga. Hann fékk sterkan andstæðing frá Danmörku sem var einnig reyndari. Haraldur átti þrælgóða viðureign sem gaf honum oftar en einu sinni bros á vör eftir höggaskiptin. Bardaginn fór allar þrjár loturnar og var okkar maður reynslunni ríkari.

Davíð Rafn steig inn í hringinn um kvöldið á Laugardeginum og átti gríðarlega öflugan bardaga við eina skærusta keppanda Noregs í yfirþungavigtinni.

Hildur steig í úrslitabardaga í millivigt kvenna á sunnudeginum á móti tvöföldum noregsmeistara. Hún átti gríðarlega mikið af höggum frá upphafi til enda og barðist nógu vel til að sannfæra einn dómara um sigur. Hinir tveir voru því miður ekki sammála undir lokin. Ekki nóg um það en kynnirinn var það sannfærður að hann gaf hildi sigur áður en hann leiðrétti sig.

Davíð í fyrsta landslið íslands

Davíð Rafn hjá HFR hefur verið valinn í fyrsta landslið Íslands í hnefaleikum. Davíð hefur stundað hnefaleika í fjölda ára og er núna talinn með þeim bestu í landinu. Davíð mun núna keppa þann 4. september í fyrsta bikarmóti ársins og er talinn mjög sigurstranglegur á Norðurlandamóti sem verður haldið hérlendis á næsta ári.

Davíð og Hildur Ósk eru bæði að keppa á bikarmóti Laugardaginn 4. september.

Kýldu af þér aukakílóin í ágúst

Tryggðu þér pláss á námskeiðum í ágúst. Kvennabox og fitnessbox byrja strax eftir verslunarmannahelgina, eða þriðjudaginn 3. ágúst. Aðeins í ágúst gildir eitt verð fyrir bæði námskeið, ekki láta þetta tilboð framhjá þér fara. Skráningar eru í gegnum http://reykjanesbaer.felog.is

Box tímar í ágúst eru ætlaðir fyrir framhaldshóp og þá sem hafa þeytt grunnnámskeið. Skráningar í Box grunnnámskeið og unglingahópa hefjast í næstu viku.

Vel heppnaðar æfingabúðir hjá ungingahóp

Nú á dögunum sendi HFR frá sér 9 keppendur á mót og æfingabúðir á Hvammstanga. Að baki var gríðarlega vel heppnuð ferð þar sem öll hnefaleikafélög landsins tóku þátt. Keppendur á mótunum voru á aldrinum 12-16 ára og voru HFR-ingarnir okkar að slá í gegn. Þar á meðal má nefna að Patrekur Sólimann Bjarnason fékk sína fyrstu diploma viðurkenningu og Ernest Dabrowski og Konstantin Sadenko fengu sínar þriðju.

Boxaðu Þig í Betra Form