Vel heppnaðar æfingabúðir hjá ungingahóp

Nú á dögunum sendi HFR frá sér 9 keppendur á mót og æfingabúðir á Hvammstanga. Að baki var gríðarlega vel heppnuð ferð þar sem öll hnefaleikafélög landsins tóku þátt. Keppendur á mótunum voru á aldrinum 12-16 ára og voru HFR-ingarnir okkar að slá í gegn. Þar á meðal má nefna að Patrekur Sólimann Bjarnason fékk sína fyrstu diploma viðurkenningu og Ernest Dabrowski og Konstantin Sadenko fengu sínar þriðju.

Það sem þú þarft að vita um kvennabox í maí

Námskeið fyrir sterkar stelpur sem vilja brenna fitu og byggja vöðva

Frábært til að koma sér af stað eða viðhalda formi

Fyrir konur 16 ára og eldri

Skiptir engu máli fyrri reynsla eða þyngd/form

Mæta í íþróttafötum með jákvæða viðhorfið!

Skoðið stundatöflu hér

Skráning er hér undir „Mánaðaráskrift“

Kennt/þjálfað af Hildi Ósk Indriðadóttur, hörku boxkona sem hefur keppt marga bardaga hérlendis og erlendis

Ef þið hafið frekari spurningar getið þið sent hér fyrir neðan og við svörum fljótlega

Box grunnur byrjar aftur

Námskeið byrja að nýju í vikunni, skelltu þér í skóna og boxaðu þig í betra form með HFR!

Æfingar verða í boði fyrir þá sem hafa skráð sig í grunninn, þið hafið aðgang að box tímum þrisvar í viku. Einnig er opið fyrir skráningar fyrir fitnessbox HFR. Fitnessboxið er tilvalið til að koma sér í rétta fjör ið fyrir sumarið. Það vakna einhverjar spurningar ekki hika við að senda póst á hfrboxing@boxing.is

Við erum að gefa boxpúða; svona geturðu eignast

HFR ætlar að gefa frá sér frábær verðlaun fyrir heimaræktina í byrjun 2021. Heimaleikirnir í Fitnessboxi og Kvennaboxi hefjast þann 4. Janúar og eina sem þú þarft að gera er til að sigra er að safna fleiri stigum en aðrir í hópnum

Til að vita meira þarftu bara að senda okkur skilaboð, comment eða póst á hfrboxing@boxing.is

Vinningar! 🔥🥊💥
1.sæti – Sekkur EÐA Teygjubolti
2.sæti – Boxhanskar EÐA Ketilbjalla
3.sæti – HFR bolur+vafningar EÐA HFR peysa

Hnefaleikakappar ársins 2020

Hnefaleikafólk ársins 2020 hjá Reykjanesbæ eru þau Hildur Ósk Indriðadóttir og Sindri Þór Gylfason. Sindri keppti snemma á árinu bæði í ólympískum hnefaleikum og diploma hnefaleikum. Hildur keppti eftirminnilega á Golden girls, sem er árlegt mót fyrir hnefaleikakonur og er haldið í Síþjóð. Bæði tvö hafa verið ákaflega dugleg að æfa allt árið og tekið þátt í allskoar starfsemi á vegum félagsins. Einnig má nefna að Hildur hefur staðið sig gríðarlega vel í að sjá um Fitness- og Kvennabox, sérstaklega á tímum samgöngubanns þegar heimaæfingar tóku við hjá báðum hópum.

Boxnámskeið hefjast þann 4. Janúar að nýja. Skráning er enn virk, tryggið ykkur pláss í heimaleikjum fitness- og kvennaboxins.

seinustu höggin 2020

Nú er að fara í gang síðasta vika þessa árs hjá HFR. Við viljum þakka fyrir liðið ár, þetta hefur engan veginn verið auðvelt fyrir neinn. Við höfum staðið af okkur þónokkur samkomubönn fyrir bæði krakka og fullorðna.

Krakka- og unglingastarfsemi hefur fengið að njóta sín lengur en eldri hópar. samkomubannið var talsvert styttra en það þarf ekki samkomubann til þess að aðvörun sé höfð á öllum æfingum. Engin tilfelli hafa verið tengd við bardagahöllina og við erum mjög lánsöm þar vitandi að við séum öll á sömu síðu milli bardagaíþrótta á svæðinu.

Síðasta æfing fyrir krakkana verður á þriðju- og miðvikudaginn, þar munum við enda með skemmtilegum jólaleikjum (þriðjudag fyrir krakkabox og miðvikudag fyrir unglingahópa). Þið eruð flest búin að skrá ykkur fyrir næsta tímabil, en ef þið eruð ekki búin að skrá ykkur þá getið þið ennþá tryggt ykkur pláss á boxing.is og ef það vakna einhverjar spurningar getið þið sent póst á hfrboxing@boxing.is

Þetta er framundan hjá HFR

Eins og stendur þá getum við ekki byrjað fullorðins æfingar alveg strax. Við munum þó halda áfram með æfingar fyrir krakka fædda 2005 og yngri. Eins erum við búin að opna fyrir skráningar fyrir 2021.

Það kemur meira í ljós fyrir Box101, kvennabox og fitnessbox þann 9. Desember. Þátttaka í heima æfingum og leikjum hefur staðið fram úr öllum væntingum. Við erum vongóð að þessum takmörkunum verði aflétt á næstunni, því höfum við opnað fyrir skráningar í alla tíma fyrir næsta ár. Fyrstir koma, fyrstir fá.

Æfingar byrja aftur

Kæru iðkendur og foreldrar. Nú hefur verið tilkynnt að æfingar mega hefjast að nýju á miðvikudaginn 18. nóv fyrir iðkendur fædda 2005 og yngri.

Við viljum halda gott samstarf við forráðamenn og hvetjum ykkur til að hafa samband við félagið með email á hfrboxing@boxing.is ef við getum aðstoðað á einhvern hátt. Við viljum að allir iðkendur komi aftur á æfingu áhyggjulaus og allir fylgi þessum vanalegu reglum.

Við stefnum á að hefja aftur þáttöku í diploma unglingamótum á komandi ári en frekari upplýsingar koma síðar.

Hvað varðar eldri iðkendur þá á allt enn eftir að koma í ljós. Við viljum þá minna að hreyfing er gríðarlega mikilvæg núna sem aldrei fyrr. Við höldum áfram að deila út æfingum á fitnessbox og kvennabox hópa okkar. Hvað varðar keppnislið þá viljum við minna á að einhversstaðar er andstæðingur að nýta þennan tíma til að æfa sig og verða betri á þessum erfiðu tímum. Nú skal ekki gefa eftir þó um takmarkanir sé að ræða. Hver dagur er tækifæri til að verða sterkari og betri.

Boxaðu Þig í Betra Form